Íþróttamiðstöðin á Hellu.
Íþróttamiðstöðin á Hellu.

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi ber ábyrgð á íþrótta- og tómstundamálum sveitarfélagsins og hefur forystu um heilsueflandi verkefni á vegum sveitarfélagsins. Hann er yfirmaður íþrótta- og félagsmiðstöðva í Rangárþingi ytra og annast stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun og þróunarstarf í íþrótta- og tómstundamálum.

Reiknað er með að ráða í starfið frá og með 1. júní 2021.

Helstu verkefni:

  • Þróun, skipulag og samræming íþrótta- og tómstundamála sveitarfélagsins
  • Yfirumsjón með rekstri íþrótta og félagsmiðstöðva sveitarfélagsins.
  • Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur grunn- og leikskóla sveitarfélagsins
  • Tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru með skipulagða

íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu.

  • Er tengiliður og umsjónarmaður með verkefninu Heilsueflandi samfélag
  • Hefur umsjón með og samræmir allt forvarnarstarf, einkum er snýr að börnum og ungmennum
  • Er faglegur stuðningur við Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd
  • Hefur frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja íþrótta- og tómstundamál og heilsueflandi verkefni í Rangárþingi ytra.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af rekstri, stjórnun og áætlanagerð
  • Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi
  • Þekking og reynsla í mannauðsstjórnun kostur
  • Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum LN við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Hjá Íþróttamiðstöð starfa að jafnaði 6-8 manns auk sumarstarfsfólks.

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl 2021. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á agust@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri (agust@ry.is - 488 7000).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?