Námskeið fyrir eldri borgara verður haldið mánudaginn 19. janúar klukkan 13:30 – 15:30 í Menningarsalnum, Dynskálum 8 á Hellu.
14. janúar 2015
Áfram Rangárþing ytra!
Þá er komið að okkar fólki að taka aftur þátt í Útsvarinu á föstudaginn kemur, 16. janúar. Mótherjar að þessu sinni eru hinir skarpvitru Skagfirðingar. Rangæingar hvattir til að mæta í sjónvarpssal og hvetja sína menn, mæting þar kl. 21:10 í síðasta lagi.
14. janúar 2015
Fundarboð Sveitarstjórnar
8. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 14. janúar 2015 og hefst kl. 15:00
12. janúar 2015
Íþróttamiðstöðin Hellu verður lokuð
Mánudaginn 12. janúar nk. verður Íþróttamiðstöðin Hellu lokuð frá kl. 12:00 - 17:00 vegna jarðarfarar.
08. janúar 2015
Umsóknir um húsaleigubætur
Skv 2.mgr 10.gr laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka.
02. janúar 2015
Opnunartími skrifstofu Rangárþings ytra yfir hátíðirnar
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð aðfangadag og gamlársdag.
Aðra daga er opið skv. venju, þ.e. 29. og 30 desember frá kl. 9:00 - 15:00 og 2. janúar frá kl. 9.00 - 13:00.
23. desember 2014
Tilkynning frá sýslumann varðandi opnunartíma
Skrifstofur Sýslumannsins á Suðurlandi á Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Höfn verða lokaðar
2. janúar 2015 vegna uppfærslu tölvukerfa o.fl.
5. janúar má búast við skertri þjónustu
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
19. desember 2014
"Þar sem ljósgrýtið glóir" sigraði hugmyndasamkeppni
Tillaga Landmótunar sf og VA-arkitekta ásamt Erni Þór Halldórssyni arkitekt – Þar sem ljósgrýtið glóir, sigraði hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun Landmannalauga. Sveitarfélagið Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta (Fíla) efndu til samkeppninnar.
18. desember 2014
Tímamót við landgræðslu
Sorpstöð Rangárvallasýslu, Landgræðsla ríkisins, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur gerðu í gær með sér samkomulag um notkun á seyru til landgræðslu, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnanna.
18. desember 2014
Allt samstarf endurskoðað
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykktu samhljóða á fundi þann 11.12.2014 að taka til endurskoðunar öll samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Markmiðið er að meta árangur þeirra samninga sem í gildi hafa verið og skerpa á samstarfinu. Einnig að greina hvort færi séu til að efla og auka samstarfið enn frekar báðum aðilum til hagsbóta.