Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Norður Nýibær. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að gerðar yrðu breytingar á núverandi landnotkun á hluta landareignar Norður-Nýibær L165410. Heildarstærð svæðis er um 25 ha og hluti þess verður skilgreindur sem íbúðabyggð. Fyrirhugað er að hluti íbúðarlóða verði 1 - 1,5ha að stærð hver og að heimilt verði að reisa íbúðarhús og bílskúr auk gestahúsa til útleigu allt árið um kring fyrir ferðamenn. Heimild yrði til lítilsháttar reksturs innan svæðis. Gert er ráð fyrir aðkomu að norðanverðu inn á spilduna af Þykkvabæjarvegi.

Skipulagslýsingu má nálgast hér. 

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að deiliskipulagi

Lautir, Álfaborgir 5. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Lautir, hluta úr Álfaborgum 5. Lautir eru hluti af Álfaborgum en staðsett sunnan Húsagarðsvegar. Áform eru að skilgreina Lautir sem lögbýli. Á jörðinni er fyrirhugað að stunda grænmetisræktun og sjálfbæra vöruþróun. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og að hluti núverandi útihúsa verði nýttur sem vinnustofur fyrir myndlist og vöruhönnun. Aðkoma að svæðinu er um Húsagarðsveg frá Bjallavegi.

Skipulagslýsingu má nálgast hér. 

Leynir 2. Deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir Leyni 2. Með nýju deiliskipulagi er dregið verulega úr umfangi og starfsemi. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Nýtt deiliskipulag nær yfir um 4 ha af landi Leynis 2. Leynir 2 er skráð 25 ha að stærð skv. fasteignaskrá HMS. Gert er ráð fyrir gistingu í þjónustuhúsi og minni gestahúsum (kúluhúsum) fyrir allt að 50 gesti, skv. flokki II. Þá verður áfram heimilt að reka tjaldsvæði. Aðkoma að svæðinu er Landveg 26.

Skipulagslýsingu má nálgast hér. 

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. október 2025

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Heysholt og Landborgir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Heysholt dags. 7.6.2013. Gert verði ráð fyrir að bætt verði við lóð undir rotþró, mörk skipulagssvæðis stækkar þar með til norðurs, að lóðum til síðari nota verði breytt og að byggingarreitur hótelsins færist til. Staðsetning á lóð undir spennistöð færist til samræmis við skráningu. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi 26.

Skipulagstillögu má nálgast hér. 

Lyngás, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Lyngás dags. 28.10.2010. Breytingin tekur til tveggja nýrra lóða, vegtengingar og hljóðmanar. Stærð svæðis er um 1,6 ha og verða lóðir 11 í stað 9 áður. Vegna óverulegra breytinga sem gerðar voru á skilmálum í aðalskipulagi eftir auglýsingu tillögunnar þarf að taka hana fyrir á nýjan leik og er hún því endurauglýst hér. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi 26.

Skipulagstillögu má nálgast hér. 

Bjálmholt, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bjálmholt. Um er að ræða uppbyggingu á þjónustu- og framleiðsluhúsi sem ætluð eru vegna kynningar og sölu á afurðum býlisins. Aðkoma að svæðinu er af Landvegi 26 um Bjálmholtsveg.

Skipulagstillögu má nálgast hér. 

Suðurlandsvegur gegnum Hellu, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.8.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu. Skipulagssvæðið nær frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna. Öll skipulagsmörk annarra skipulaga hafa verið samræmd.

Uppdrátt má nálgast hér. 

Greinargerð má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. október 2025

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra