Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

1306037 – Álfaskeið í landi Haukadals, Rangárþingi ytra - PDF - PDF

Um er að ræða deiliskipulag á 10 ha spildu úr landi Haukadals, Rangárþingi ytra. Landspildunni er skipt í sjö misstórar lóðir fyrir frístundahús, frá tæpum 1 ha og upp í rúmlega 1,7 ha. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímafresti í skipulagslögum.  

 

1302072 – Þjóðólfshagi I, Rangárþingi ytra - PDF

Deiliskipulagið nær til 33 frístundalóða. Skipulagssvæðið er um 30 ha að stærð og tekur til bygginga á frístundahúsum, gestahúsum og geymslum. Beitarhólf skv. fyrra skipulagi fellur út og verður landbúnaðarland.  Eldra deiliskipulag fellur niður við gildistöku þessa skipulags. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímafresti í skipulagslögum.

 

1307005– Skrúður úr landi Hallstúns, Rangárþingi ytra - PDF

Deiliskipulagið nær yfir um 1 ha úr landi Hallstúns. Landspildan er nefnd Skrúður og er í heild um 15,1 ha. Tillagan tekur til byggingareits fyrir íbúðarhús, gestahús og skemmu. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímafresti í skipulagslögum.  

 

1305045 – Flagbjarnarholt, Rangárþingi ytra - PDF

Deiliskipulagið nær til um 3 ha af jörðinni Flagbjarnarholti. Gert er ráð fyrir að byggja íbúðarhús og útihús á skilgreindum byggingareitum.

 

1306007 – Ársel úr landi Neðra-Sels, Rangárþingi ytra - PDF

Skipulagssvæðið er um 3 ha. Gert er ráð fyrir að vinna deiliskipulag fyrir þrjár frístundalóðir í landi Ársels í Holtum.

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. ágúst 2013.   

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.

 

1306054 – Lunansholt II, Rangárþingi ytra - PDF

Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.  Gert er ráð fyrir tveimur frístundasvæðum í landi Lunansholts II í Holtum. Samtals verður allt að 13 ha svæði tekið undir frístundabyggð austan Landvegar.Gert er ráð fyrir allt að 20 frístundahúsum á svæðinu.

 

Lýsing skipulagsáætlunarinnar liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn ábendingum eða athugasemdum er til 26. júlí 2013   

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?