Samningar þeirra aðildarfélaga sem höfðu boðað til verkfallsaðgerða voru undirritaðir hjá Ríkissátta…

Samið við flesta og verkfallsaðgerðum aflýst

Þau aðildarfélög BSRB sem boðað höfðu til verkfallsaðgerða sem hefjast áttu í dag hafa skrifað undir kjarasamninga og verkfallsaðgerðum því verið aflýst.
readMoreNews
Áríðandi tilkynning frá Hjúkrunarheimilinu Lundi

Áríðandi tilkynning frá Hjúkrunarheimilinu Lundi

Stjórnendur Hjúkrunarheimilisins Lundar hefur tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 6.mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag. Hjúkrunarheimilið Lundur er hér að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
readMoreNews
Frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

Frágangur á sorpi til að hindra smit á COVID 19 veirunni.

Gott væri að heimili og sumarbústaðir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 veirunnar, gangi vandlega frá öllu sorpi og úrgangi til þess að hindra frekari smit. Allur úrgangur sem berst frá þessum heimilum ætti að flokkast sem almennt sorp, ekki að meðhöndlast né flokkast sem endurvinnsluefni. Þetta er gert af heilsufarsástæðum því sorpið getur mögulega verið sóttmengað. Endurvinnsluefni (pappír, plast, málmar) er meðhöndlað af starfsmönnum okkar þjónustuaðila eftir að það er sótt, og því viljum við forðast möguleg smit og gæta fyllstu varúðarráðstafanna.
readMoreNews
Viðbrögð komi til verkfalls

Viðbrögð komi til verkfalls

Verkföll hjá starfsfólki innan Félags opinberra starfsmanna, FOSS, hefjast í næstu viku ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Verkfall er boðað m.a. 9. og 10. mars og í Rangárþingi ytra mun það hafa veruleg áhrif á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins.
readMoreNews
Mynd / south.is

17. júní á Hellu

Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra leitar eftir áhugasömum einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum innan sveitarfélagsins til að skipuleggja og sjá um 17. júní hátíðarhöldin á Hellu 2020.
readMoreNews
Sumarstörf 2020 - Íþróttamiðstöðin á Hellu og Laugalandi

Sumarstörf 2020 - Íþróttamiðstöðin á Hellu og Laugalandi

Starfsfólk vantar frá og með 1 júní 2020. Um er að ræða vaktavinnu. Umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði og eiga gott með að umgangast börn og unglinga, hafa góða þjónustulund og vera stundvís.
readMoreNews
Fundarboð - Byggðarráð

Fundarboð - Byggðarráð

21. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 27. febrúar 2020 og hefst kl. 16:00
readMoreNews
Ertu með frábæra hugmynd? Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands.

Ertu með frábæra hugmynd? Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu.
readMoreNews
Tímasetning íbúafundar

Tímasetning íbúafundar

Stefnt er að því að halda íbúafund í marsmánuði um eftirfarandi málefni: - Fyrirhugaða viðbyggingu við Grunnskólann á Hellu - Nýjan leikskóla á Hellu - Fjárhagsmál sveitarfélagsins
readMoreNews
Á myndinni eru í aftari röð f.v. Valtýr Valtýsson, Guðmundur J. Gíslason, Anton Kári Halldórsson og …

Brunavarnir Rangárvallasýslu semja við Trésmiðju Ingólfs á Hellu

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu kom saman til fundar þann 20.2.2020 og undirritaði verksamning við Ingólf Rögnvaldsson frá Trésmiðju Ingólfs ehf um 2. áfanga við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Hellu.
readMoreNews