Sigríður H. Heiðmundsdóttir formaður Skógræktarfélags Rangæinga við gróðursetningu á Geitasandi.

Gróðursetning á Geitasandi

Tilvalin fjáröflun fyrir íþróttafélög, kóra, björgunarsveitir eða aðra sem áhuga hafa. Greitt er fyrir hverja plöntu sem í jörð fer.
Fundarboð - sveitarstjórn

Fundarboð - sveitarstjórn

25. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra verður haldinn Frægarði - Gunnarsholti, 10. september 2020 og hefst kl. 16:00
Nýja húsið er glæislegt að utan sem innan.

Ný slökkvistöð tekin í notkun á Hellu!

Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa nú fært sig í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dynskálum 49.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í seinni úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi.
Hella - þorp í þjóðbraut eftir Ingibjörgu Ólafsdóttir

Hella - Þorp í þjóðbraut

Nú er hægt að panta bókina "Hella - þorp í þjóðbraut" sem Ingibjörg Ólafsdóttir hefur tekið saman en áætlað er að hún fari í sölu nú í lok september.
Mynd frá gönguhóp á Gíslholtsfjalli í Lýðheilsugöngu 2018.

Lýðheilsugöngur í september!

Rangárþing ytra tekur þátt í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands í september.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028. Minna Hof, breyting á landnotkun Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir hluta úr landi Minna Hofs, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að íbúðabyggð. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Minna Hof, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Minna Hof samhliða breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu á alls 41 íbúðarhúsalóð. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Rangárvallavegi (nr. 264). Ármót, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 27.8.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði úr landi Ármóta. Um er að ræða deiliskipulag sem gerir ráð fyrir uppbyggingu gisti- og ferðaþjónustu á svæðinu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Landeyjavegi (252). Marteinstunga tankur, deiliskipulag. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.4.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr landi Marteinstungu. Samþykkt aftur á fundi 27.8.2020. Áformað er að byggja lítið dæluhús, hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Gert er ráð fyrir að núverandi aðkoma frá Landvegi (26) verði nýtt með fyrirvara vegna aðkomu að vatnstanki og til einkanotkunar landeiganda og falli niður ef og þegar frekari áform um framkvæmdir liggja fyrir. Tillagan er hér endurauglýst vegna tímaákvæðis í skipulagslögum. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. október 2020 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Har. Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
Mynd: Sólveig Stolzenwald

Fundarboð - Byggðarráð

27. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 27. ágúst 2020 og hefst kl. 16:00
Heilsuefling eldri aldurshópa

Heilsuefling eldri aldurshópa

Þann 13. júlí sl. hófst verkefnið Heilsuefling eldri aldurshópa í umsjón Anítu Þorgerðar Tryggvadóttur, íþrótta- og heilsufræðings. Hefur Aníta verið með svokallaða viðverutíma í íþróttahúsinu á Hellu frá 11:00-14:00 á mánudögum og miðvikudögum þar sem eldri einstaklingum sveitarfélagsins hefur staðið til boða að koma og gera æfingar undir hennar leiðsögn. Lögð var áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum. Þátttaka hefur verið vonum framar og hefur myndast gott andrúmsloft meðal þátttakenda. Einnig hefur verið virkur gönguhópur sem fer í göngur alla daga klukkan 10:30 og þangað hafa allir verið velkomnir.
Tæming rotþróa í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra

Tæming rotþróa í Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra

Byrjað er að tæma rotþrær í Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra. Allar rotþrær verða tæmdar einu sinni á þriggja ára tímabili. Fyrsta svæðið sem byrjað hefur verið á er í Rangárþingi ytra, n.t.t. á Rangárvöllum, og er sú vinna langt komin. Fyrsta svæðið sem byrjað verður að tæma í Rangárþingi eystra er Vestur- og Austur Eyjafjöll, ásamt hluta af Austur Landeyjum. Stefnt er að því að ljúka tæmingu á fyrrgreindum svæðum í byrjun vetrar.