Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Lausar eru stöður deildarstjóra og sérkennslustjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
readMoreNews
Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Sunnudaginn 10. mars sl. var stjórn Ólafssjóðs og kvenfélögum þeim sem að honum standa boðið til kaffisamsætis á Lundi. Tilefnið var að þakka fyrir þá höfðinglegu gjöf sem þessi félög færðu Lundi en það er standlyftari að verðmæti rúmlega 700.000.- kr. Á myndinni er hjúkrunarforstjóri Lundar með gefendum.
readMoreNews
Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Gámaþjónustunni í dag vegna sorplosunar um páskana: "Það urðu smá breytingar á sorphirðu nú um Páskana, það sem var merkt á dagatalinu gult á laugardaginn var ekki tekið þá heldur erum við að vinna á því svæði núna. Við erum samkvæmt áætlun á Hellu núna."
readMoreNews
Kynningarfundir um starfsemi SASS og næstu styrkúthlutun

Kynningarfundir um starfsemi SASS og næstu styrkúthlutun

SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kynnir starfsemi sína á fundum á Suðurlandi á næstu vikum. Kynnt verður þjónusta sem SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum. Súpufundur verður haldinn í Safnaðarheimili Oddakirkju 9. apríl milli 12 og 13. Allir velkomnir.
readMoreNews
Frá Heklukoti - Peningasöfnun fyrir tónlistarskólann í Kulusuk

Frá Heklukoti - Peningasöfnun fyrir tónlistarskólann í Kulusuk

Okkur bárust sorglegar fréttir frá nágrönnum okkar í Grænlandi. Þar hefur tónlistarskólinn í Kulusuk brunnið til grunna. Okkur langar að bregðast við með einhverjum hætti og höfum við því ákveðið að leggja í peningasöfnun frá 15. mars- 15. apríl.
readMoreNews
Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar - ábendingar óskast!

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar - ábendingar óskast!

„Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“ er árleg viðurkenning sem Byggðastofnun veitir á ársfundi sínum og var það gert í fyrsta sinn á ársfundi 2011. Hér með er lýst eftir ábendingum um handhafa Landstólpans 2013. Dómnefnd velur síðan úr þeim tillögum sem berast.
readMoreNews
Dagur tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskóli Rangæinga hélt upp á daginn með tónleikum á Laugalandi sunnudaginn 3. mars s.l. Tónleikarnir voru með ,,fjölskylduþema“, þar sem nemendur komu fram með einhverjum úr fjölskyldu sinni, þannig að hinir ýmsu samspilshópar mynduðust, nemendur spiluðu ýmist með syskinum, foreldrum eða jafnvel afa og ömmu.
readMoreNews
Starf félagsmálastjóra laust til umsóknar

Starf félagsmálastjóra laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu bs. óskar eftir að ráða félagsmálastjóra til starfa. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags  og launanefndar sveitarfélaga. Um er að ræða fullt starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Aðsetur Félagsþjónustunnar er á Hellu.
readMoreNews
Frá Gámaþjónustunni um sorplosun síðustu daga

Frá Gámaþjónustunni um sorplosun síðustu daga

Eftirfarandi barst frá Gámaþjónustunni: Það hefur gengið illa síðustu daga að losa rusla- og blátunnur á svæðinu, við vorum á eftir áætlun á föstudaginn fyrir viku og ætluðum að vinna það upp á mánudaginn en þá var ekki hægt að losa á Strönd vegna veðurs og þurftum við að fara til Reykjavíkur til að losa.
readMoreNews
Kynningar Háskólafélagsins

Kynningar Háskólafélagsins

Háskólafélag Suðurlands stendur fyrir kynningu á fjarnámsmöguleikum í háskólanámi og undirbúningsnámi fyrir háskólanám. Á kynninguna mæta fulltrúar frá flestum háskólum landsins. Kynningin verður í Fjölheimum við Tryggvagarð, (áður Sandvíkurskóla) milli klukkan 16.00 og 18.00 þriðjudaginn 12. mars.
readMoreNews