Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Laugardagurinn 23. mars er viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga sem hafa verið auglýstar þann 27. apríl n.k.  http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28446. Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.
readMoreNews
Skrifstofustarf laust til umsóknar

Skrifstofustarf laust til umsóknar

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða starfsmann í 70% starfshlutfall á skrifstofu sveitarfélagsins. Vinnutími er frá kl. 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9:00-13:00 á föstudögum. Meðal verkefna er símsvörun, þjónusta við viðskiptavini, almenn ritarastörf og annað sem til fellur. Umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða í tölvupósti á klara@ry.is fyrir 18. mars n.k.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Vegna formgalla í fyrri auglýsingu hefur komið í ljós að auglýsa þarf að nýju skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar skipulagstillögur. Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá 1. mars 2013 til og með 12. apríl 2013. Ábendingar og athugasemdir við skipulagstillögurnar þurfa að berast Skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þ. 12. apríl 2013 og skulu vera skriflegar.
readMoreNews
Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013 á Hellu

Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013 á Hellu

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á fimm stöðum um landið nú í mars. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.
readMoreNews
Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 1. janúar  til september 2013

Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 1. janúar til september 2013

Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 1. janúar  til september 2013 er nú aðgengilegt á heimasíðunni undir flipanum "Íþrótta- og tómstundastarf". Mikið og öflugt félagsstarf er í gangi hjá félaginu og eru félagsmenn beðnir um að auglýsa starfið og koma því á framfæri að Rangæingar 60 ára og eldri séu velkomnir í félagið.
readMoreNews
Athugasemdir og uppfærslur vegna þjónustukorts óskast!

Athugasemdir og uppfærslur vegna þjónustukorts óskast!

Ferðaþjónustuaðilar og aðrir hagsmunaaðilar í Rangárþingi ytra athugið! Ferðaþjónustuaðilar í þeim fjórum sveitarfélögum sem kortið nær yfir eru beðnir um að yfirfara og senda upplýsingar um sína þjónustu til tengiliðs viðkomandi sveitarfélags fyrir 7. mars nk.
readMoreNews
Málstofa um stefnumörkun á Stór-Fjallabakssvæðinu

Málstofa um stefnumörkun á Stór-Fjallabakssvæðinu

Stýrihópur á vegum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps stendur fyrir málstofu um stefnumörkun á sviði samgangna og ferðaþjónustu í Hvolnum, Hvolsvelli miðvikudagskvöldið 27 febrúar kl. 19.30. Stór-Fjallabakssvæðið tekur yfir stærstan hluta af hálendissvæðum sveitarfélaganna þriggja sem standa að verkefninu.
readMoreNews
Framtíðarþing um farsæla öldrun. Þátttakendur óskast - viltu vera með?

Framtíðarþing um farsæla öldrun. Þátttakendur óskast - viltu vera með?

Þann 7. mars næstkomandi fer fram framtíðarþing um farsæla öldrun og er óskað eftir þátttakendum á þingið. Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið framtidarthing@gmail.com eða í síma 693 9508 eigi síðar en 25. febrúar nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds. Boðið verður upp á veitingar.
readMoreNews
Samkeppni um land - Málþing um landnýtingarstefnu í Rangárþingi

Samkeppni um land - Málþing um landnýtingarstefnu í Rangárþingi

Rótarýklúbbur Rangæinga í samvinnu við Landgræðsluna  heldur málþing í Gunnarsholti þriðjudaginn 19. febrúar n.k. Á málþinginu verður fjallað um ýmsar spurningar um ráðstöfun á landi. Umræðan kemur því inn á þá miklu auðlind sem land er og áleitnar spurningar um hverjir eiga að ákveða hvernig því er ráðstafað.
readMoreNews
Hekla vs. Afturelding miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20.00

Hekla vs. Afturelding miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20.00

Meistaraflokkur karla í körfubolta Ungmennafélagsins Heklu leikur við Aftureldingu frá Mosfellsbæ en leikurinn fer fram miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Hellu. Við hvetjum sem flesta til að mæta!
readMoreNews