Þjónustusamningur Rangárþings ytra og KFR

Þjónustusamningur Rangárþings ytra og KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga og sveitarfélagið Rangárþing ytra gengu í dag frá þjónustusamningi sín á milli vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþróttastarfi í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar á 37. fundi hennar árið 2012. Þjónustusamningi þessum er m.a. ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Knattspyrnufélags Rangæinga.
readMoreNews
Leikur Heklu og Patreks í körfubolta miðvikudaginn 30.jan. kl.20:00

Leikur Heklu og Patreks í körfubolta miðvikudaginn 30.jan. kl.20:00

Meistaraflokkur karla í körfubolta Ungmennafélagsins Heklu leikur við Patrek frá Patreksfirði. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 30.janúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Hellu. Hekla hefur unnið 3 leiki og tapað 4 á þessu tímabili og er allur stuðningur á hliðarlínunni er vel þeginn að sögn forsvarsmanna Heklu.
readMoreNews
Fundur um Evrópumál

Fundur um Evrópumál

Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi efnir til opins fundar um Evrópumál á Hótel Hvolsvelli, miðvikudaginn 30. janúar kl. 20:00-21:00 og eru allir velkomnir. Á fundinum mun sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ræða um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum sambandsins við Ísland. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
readMoreNews
Tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund

Tilboð á árskortum í líkamsrækt og sund

Líkamsræktarstöðin Actic á Hellu býður nú árskort á kr. 25.990,- og gildir það einnig sem árskort í Sundlaug Hellu. Tilboðið gildir til 11. febrúar næstkomandi. Einnig er minnt á það að börn og unglingar að 18 ára aldri þurfa ekki að greiða aðgangseyri í sund í sveitarfélaginu samkvæmt nýrri gjaldskrá.
readMoreNews
Leiklistarnámskeið hjá Leikfélagi Rangæinga

Leiklistarnámskeið hjá Leikfélagi Rangæinga

Fyrirhugað er að halda leiklistarnámskeið fyrir krakkana í 5.-10. bekk, bæði frá Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla. Námskeiðið hefst þann 28. janúar n.k og verður frá kl. 17 – 19 í Menningarsalnum á Hellu. Þá fer einnig fram skráning og kynning á námskeiðinu. Reiknað er með 10 skiptum og er gjald 4.000 kr. pr. barn.
readMoreNews
Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2013

Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2013

Gámakó ehf., hefur nú gefið út nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2013. Unnið er frá Þjórsá annan hvern mánudag og austur eftir svæðinu. Hægt er að skoða allar upplýsingar á undirsíðunni "Sorphreinsun og sorpeyðing" sem er staðsett undir málaflokknum "Hreinlætismál". Einnig er þar nýútgefinn bæklingur um landbúnaðarplast.
readMoreNews
28. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra

28. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra

28. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 18. janúar 2013 kl. 09:00.
readMoreNews
Íbúafundur þann 24. janúar 2013 kl. 20.00

Íbúafundur þann 24. janúar 2013 kl. 20.00

Íbúafundur verður haldinn í íþróttahúsinu á Hellu 24. janúar n.k. kl. 20.00. Á fundinum verða kynntar hugmyndir um nágrannavörslu ásamt kynningu á fjárhagsáætlun 2013-2016. Að loknum þessum liðum verða umræður og fyrirspurnir um framangreinda liði og önnur málefni sveitarfélagsins.
readMoreNews
42. fundur -aukafundur- hreppsnefndar Rangárþings ytra

42. fundur -aukafundur- hreppsnefndar Rangárþings ytra

42. fundur -aukafundur- hreppsnefndar verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, miðvikudaginn 16. janúar 2013, kl. 16.30. FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ: 1.      Umsókn um tímabundna hækkun á yfirdráttarheimild í Arion banka.
readMoreNews
Ný þjónusta sem býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu að auglýsa frítt

Ný þjónusta sem býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu að auglýsa frítt

Vefsíðan www.wheniniceland.com er ný þjónusta sem hefur það að markmiði að auðvelda erlendum ferðamönnum að finna þjónustu og afþreyingu við sitt hæfi á Íslandi. When in Iceland býður því íslenskum fyrirtækjum að auglýsa á vefsíðunni sér að kostnaðarlausu.
readMoreNews