52. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

52. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

52. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014,  haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 4. október 2013, kl. 13.00. Fundarboð og dagskrá.
Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman

Miðvikudaginn 23. október verður haldið málþing um sunnlenska ferðaþjónustu. Málþingið verður haldið í tengslum við ársþing SASS og haldið á Hótel Heklu. Áhersla verður á samræðu milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Kynningarfundur vegna styrkveitinga á vegum SASS

Kynningarfundur vegna styrkveitinga á vegum SASS

Í tilefni af síðari úthlutun ársins á styrkjum til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Súpufundur verður haldinn á Hótel Hvolsvelli fimmtudaginn 3. október kl. 12:00. Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á netfangið thordur@sudurland.is. Allir velkomnir.
Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir hausthreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu auglýsir hausthreinsun

Dagana 11. október – 20. október 2013 verður hreinsunarátak í sveitum á vegum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Sérstaklega skal taka fram að eingöngu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir spilliefni og rafgeyma. Gámarnir eingöngu ætlaðir fyrir fasteignaeigendur á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og eru gjaldfrjálsir.
Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátíð KFR var haldin í gær, þriðjudaginn 24. september í íþróttahúsinu, Hellu. Um 200 manns mættu og verðlaun voru veitt fyrir mestu framfarir og ástundun í 5. – 3. fl.  Einnig var besti leikmaðurinn í 3. flokki valinn, bæði hjá stelpum og strákum.
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna. Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. 1306058 – Galtalækur II, breyting vegna iðnaðarsvæðis fyrir fiskeldi. Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.
36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 20. september 2013, kl. 9.00. Sjá dagskrá fundarins neðar.
DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

Guðmundur Árnason, sem er fæddur og uppalinn á Hellu, hefur gefið út glæsilegan DVD-disk um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti en hann fylgdi fjallmönnum á afréttinum í viku haustið 2012 og festi allt á filmu. Í myndinni er farið um eitt fegursta hálendi Íslands í Rangárþingi ytra og liggja m.a. tvær þekktar gönguleiðir um þennan afrétt Rangvellinga en það eru Laugavegur og Strútsstígur.
Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir á Rangávöllum verða haldnar laugardaginn 21. september næstkomandi kl. 11.00 og Landréttir í Áfangagili verða haldnar fimmtudaginn 26. september kl. 12.00. Allir velkomnir. Fjallskilanefndir