Töðugjöld á Hellu fóru fram um helgina og var mikið um dýrðir. Veðrið lék við okkur eins og alltaf á Hellu og voru allir viðburðir virkilega vel sóttir. Hér má sjá myndir frá helginni.
17. ágúst 2016
Uppmæling eignarmarka
Að undanförnu hefur Þjóðskrá Íslands í samstarfi við Landmælingar Íslands, Ríkiseignir og Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að bættri skráningu landeigna á Íslandi. Afmörkun landeigna er víða ábótavant og. . .
17. ágúst 2016
Sumar í Odda - tónleikar í kvöld!
Í kvöld verða tónleikar nr. 2 í tónleikaröðinni Sumar í Odda. Það er Kristrún Steingrímsdóttir frá Kálfholti sem ætlar að syngja fyrir okkur við undirleik Vignis Þórs Stefánssonar. Tónleikarnir eru haldnir í Oddakirkju í Odda á Rangárvöllum.
11. ágúst 2016
Dagskrá Töðugjalda 2016
Út er kominn bæklingur með frábærri dagskrá Töðugjalda 2016 og er hann aðgengilegur með því að smella hér.
05. ágúst 2016
Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 11 ágúst nk. kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3 (fundasalur, kjallari). Fundarefni er m.a. viðhaldsframkvæmdir á mannvirkjum í þágu fjallskiladeildarinnar. Einnig verða rædd önnur hagsmunamál deildarinnar.
03. ágúst 2016
Ljósleiðari - Útboð
Óskað er eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra. Útboðsgögn eru afhent á rafrænu formi hjá Verkís á Selfossi. Senda skal ósk um gögn á netfangið jons@verkis.is. Afhending gagna fer fram síðdegis 4. ágúst 2016.
02. ágúst 2016
Frábærir tónleikar í Oddakirkju!
Í gærkvöldi voru fyrstu tónleikar tónleikaraðarinnar Sumar í Odda. Sumar í Odda er orðin rótgróin viðburður í Rangárþingi ytra sem kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju heldur utanum. Í gærkvöldi komu fram Olga vocal ensample.
25. júlí 2016
Vinnusýning Hugverks í heimabyggð opnar 19. júlí á Hellu
Vinnusýning félagsmanna í Hugverk Í Heimabyggð - Menningarfélag í Rangárvallasýslu verður í Menningarsalnum Dynskálum 16 á Hellu. Fyrirhugað er að opna formlega 19.júlí nk. og hafa opið frá kl:16:00 til 20:00. Hægt er að fylgjast með . . .
19. júlí 2016
Ljósleiðaraverkefni - umsóknir streyma inn
Mikið hefur borist af umsóknum um þátttöku í ljósleiðaraverkefninu í þessari viku. Þeir sem enn eiga eftir að ganga frá umsókn eru hvattir til að koma henni á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 15. júlí.
14. júlí 2016
Ósk um tilnefningar - Umhverfisverðlaun í Rangárþingi ytra 2016
Óskum eftir tilnefningum vegna umhverfisverðlauna 2016. Skiptingin er eftirfarandi 1. Snyrtilegur garðir og umhverfi í þéttbýli, 2. Snyrtilegt umhverfi / garður í dreifbýli þar sem stundaður er landbúnaður, 3. Snyrtilegt fyrirtæki, 4. Snyrtilegur garður / umhverfi í dreifbýli. Nánar hér.