Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra - Lunansholt II
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Lunansholt II, Rangárþingi ytra. Gert er ráð fyrir tveimur frístundasvæðum í landi Lunansholts II í Holtum. Samtals verður allt að 13 ha svæði tekið undir frístundabyggð austan Landvegar. Gert er ráð fyrir allt að 20 frístundahúsum á svæðinu.
13. ágúst 2013