Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátið KFR 2013 - Myndir

Uppskeruhátíð KFR var haldin í gær, þriðjudaginn 24. september í íþróttahúsinu, Hellu. Um 200 manns mættu og verðlaun voru veitt fyrir mestu framfarir og ástundun í 5. – 3. fl.  Einnig var besti leikmaðurinn í 3. flokki valinn, bæði hjá stelpum og strákum.
SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna. Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. 1306058 – Galtalækur II, breyting vegna iðnaðarsvæðis fyrir fiskeldi. Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.
36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014

36. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 20. september 2013, kl. 9.00. Sjá dagskrá fundarins neðar.
DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

DVD-diskur um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti

Guðmundur Árnason, sem er fæddur og uppalinn á Hellu, hefur gefið út glæsilegan DVD-disk um Laufaleitir á Rangárvallaafrétti en hann fylgdi fjallmönnum á afréttinum í viku haustið 2012 og festi allt á filmu. Í myndinni er farið um eitt fegursta hálendi Íslands í Rangárþingi ytra og liggja m.a. tvær þekktar gönguleiðir um þennan afrétt Rangvellinga en það eru Laugavegur og Strútsstígur.
Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir og Landréttir í Áfangagili

Reyðarvatnsréttir á Rangávöllum verða haldnar laugardaginn 21. september næstkomandi kl. 11.00 og Landréttir í Áfangagili verða haldnar fimmtudaginn 26. september kl. 12.00. Allir velkomnir. Fjallskilanefndir
Áhugaverð námskeið tengd ferðaþjónustu á Suðurlandi

Áhugaverð námskeið tengd ferðaþjónustu á Suðurlandi

Núna framundan eru fjölmörg spennandi námskeið í boði sem Katla jarðvangur stendur fyrir. Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá nánari upplýsingar. Frekari upplýsingar verður svo að finna á www.katlageopark.is þegar nær dregur og einnig er hægt að hafa samband við Jónu Björk, jonabjork@katlageopark.is eða Rannveigu, rannveig@katlageopark.is .
Styrkjamöguleikar í ferðaþjónustu - Ísland allt árið

Styrkjamöguleikar í ferðaþjónustu - Ísland allt árið

Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið sem er þriggja ára verkefni ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Studd verða samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina afbragðsverkefni stakra fyrirtækja.
Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir valin í U19 landslið kvenna í knattspyrnu

Karitas Tómasdóttir hefur verið valin í U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu sem fer til Búlgaríu þar sem liðið leikur í undanriðli Evrópumótsins 21.-26. september. Mótherjar Íslands í riðlinum eru auk heimastúlkna, Slóvakía og Frakkland. Þetta er í fyrsta sinn sem Karítas er valin í landsliðshóp og óskum við henni til hamingju með þennan stórkostlega árangur!
Tilkynning frá Gámaþjónustunni - Blátunnan losuð aftur

Tilkynning frá Gámaþjónustunni - Blátunnan losuð aftur

Eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur Blátunnan ekki verið losuð upp á síðkastið og er ástæðan sú að ekki var aðstaða til að losa bílinn á Hvolsvelli eins og var áður. Nú hefur Gámaþjónustan hf. fengið aðgang að skemmu sem Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. er með og byrjuðum við á þriðjudaginn 10. september að losa blátunnuna.