Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010
Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Inn í aðalskipulag koma 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3.
15. ágúst 2012