Rangæingamót í skák 16 ára og yngri
Föstudaginn 30. nóvember Kl:16.00 verður Rangæingamót í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í Grunnskólanum á Hellu. Tefldar verða 5 umferðir eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Ungmennafélagið Hekla sér um keppnishaldið og verður öllum keppendum boðið uppá léttar veitingar að keppni lokinni.
26. nóvember 2012