Safnahelgi Suðurlands 2012

Safnahelgi Suðurlands 2012

Safnahelgi á Suðurlandi 2012- Söfn og ferðaþjónustuaðilar um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 1. – 4. nóvember 2012. Neðar í fréttinni má sjá dagskrá safnahelgarinnar þetta árið.
readMoreNews
Vantar ykkur duglega sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013?

Vantar ykkur duglega sjálfboðaliða í verðug verkefni á árinu 2013?

Veraldarvinir sendu sveitarfélaginu erindi þar sem þau buðu fram þjónustu sína. Smellið á fyrirsögn til að sjá erindið í heild sinni. Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt.
readMoreNews
Breyting á aðalskipulagi Hellu, Rangárþingi ytra 2010-2022

Breyting á aðalskipulagi Hellu, Rangárþingi ytra 2010-2022

Miðbær, Dynskálar og Rangárbakkar. Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitastjórnar Rangárþings ytra varðandi breytingar á aðalskipulagi. Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti þann 11. október 2012 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
readMoreNews
Nýr sviðsstjóri umhverfis,- eigna- og tæknisviðs

Nýr sviðsstjóri umhverfis,- eigna- og tæknisviðs

Haraldur  Birgir Haraldsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri umhverfis-, eigna- og tæknisviðs Rangárþings ytra. Hann tók til starfa 1.okt. s.l. Starfið felur m.a. í sér umsjón með skipulags- og byggingarmálum sveitarfélagsins. Haraldur Birgir er blikksmiður, rekstrariðnfræðingur og byggingafræðingur að mennt. Hann hefur einnig víðtæka reynslu á sviði félagsmála í störfum sínum fyrir bæði sveitarfélög og ríki.
readMoreNews
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS bjóða samstarf á n.k. sumri

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS bjóða samstarf á n.k. sumri

Erindi frá sjálboðaliðasamtökunum SEEDS barst til skrifstofu sveitarfélagsins og er því komið hér á framfæri.  Smellið á fyrirsögn til að lesa erindið í heild. "Við hjá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS erum farin að huga að undirbúningi næsta sumars. Á liðnu sumri áttum við farsælt samstarf við fjölmörg sveitarfélög á landinu og erum fús til að hefja samstaf við fleiri."
readMoreNews
Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Auglýsing um framlagningu kjörskrár

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, skv. ályktun Alþingis 24. maí 2012, laugardaginn 20. október 2012, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1, Hellu fram að kjördegi.
readMoreNews
Opið hús í íþróttahúsinu á Hellu í vetur

Opið hús í íþróttahúsinu á Hellu í vetur

Eins og síðustu vetur ætlar Ungmennafélagið Hekla að standa fyrir opnu húsi í Íþróttahúsinu á Hellu á föstudögum milli Kl: 16:00 og 17:30. Ekki verður um neina skipulagða dagskrá að ræða og ekki er ætlast til þess að krakkar á skólaaldri mæti án foreldris eða umsjónarmanns, sem er eldri en 18 ára.
readMoreNews
Fundur sveitarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis

Fundur sveitarstjórnar með þingmönnum Suðurkjördæmis

Mánudaginn 1. október kl. 18 fór fram fundur sveitarstjórna sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu með þingmönnum Suðurkjördæmis í fundarsal Miðjunnar á Hellu. Á fundinn mættu fyrir hönd Rangárþings ytra þau Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gunnar Aron Ólason og Gunnsteinn R. Ómarsson.
readMoreNews
Reyðarvatnsréttir hefjast kl. 11 laugardaginn 22. september

Reyðarvatnsréttir hefjast kl. 11 laugardaginn 22. september

Reyðarvatnsréttir verða haldnar þann 22. september næstkomandi.  Vakin skal sérstök athygli á þær hefjast kl. 11 í stað kl. 12 eins og verið hefur undanfarin ár.  Byrjað verður að reka féð frá Reynifellsbrú kl. 8 um morguninn í átt að Reyðarvatnsréttum.
readMoreNews
Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin. Til að kynna sér málin frekar og/eða skrá sig er hægt að hafa samband við: Sigríði í síma: 866-2961, sem7@hi.is eða Einar í síma: 697-4810, einar@nullprosent.is.
readMoreNews