Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Meðfylgjandi er kynningarbréf frá Tryggingastofnun vegna barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar. Það er mikilvægt að koma þessu bréfi til flestra sem vinna með ungmennum 18-20 ára sem gætu átt rétt á greiðslum. Til þess að fá greiddan barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar frá 1. september þarf að skila inn fullgildri umsókn og fylgigögnum í ágúst.
readMoreNews
Talþjálfun í Rangárþingi ytra

Talþjálfun í Rangárþingi ytra

Í dag tekur til starfa Álfhildur Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið ráðin til sveitarfélagsins til að sinna talþjálfun barna á leik- og grunnskólaaldri. Álfhildur verður í 40% starfi og mun hafa aðsetur í leikskólanum Heklukoti á Hellu. Þessi aukna þjónusta mun áreiðanlega koma mörgum fjölskyldum til góða, sem hingað til hafa þurft að sækja hana til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi.
readMoreNews
Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Svínhaga landnr. 164560 og Þingskála landnr. 164567 á Rangárvöllum. Inn í aðalskipulag koma 3 nýjar efnisnámur, E55 sem er malar- og sandnáma og verður 30.000m3 og er við Þingskála, einnig E56 sem er bergnáma, 30.000m3 og staðsett við Svínhaga. Þá er gert ráð fyrir malar- og sandnámu í landi Svínhaga sem fær heitið E57 og gert ráð fyrir allt að 30.000m3.
readMoreNews
Ný skoðanakönnun um Töðugjöld

Ný skoðanakönnun um Töðugjöld

Nú hefur ný skoðanakönnun verið sett í gang og verður hún í gangi næstu 2 vikur. Sú skoðanakönnun sem hafði verið í gangi um nágrannagæsluna var tekin niður um leið. Í nýrri skoðanakönnun er spurt hvort að fólk sé ánægt með fyrirkomulag Töðugjalda eins og það hefur verið undanfarið.
readMoreNews
Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Nú er hægt að fara inn á Íbúagátt sveitarfélagsins og skrá sig inn á vefgátt island.is og sjá þar yfirlit um þjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Island.is er er leiðarvísir að opinberri þjónustu og liður í að auðvelda almenningi aðgang að henni. Hægt er að skrá sig inn með sama veflykli og notaður er hjá Ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum.
readMoreNews
Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Ný heimasíða Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Eins og margir vita hefur Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu flutt sig um set og hefur nú aðsetur í Miðjunni á Hellu við Suðurlandsveg 1-3. Katrín Þorsteinsdóttir var ráðin í starf félagsmálastjóra í byrjun sumars og hefur hún m.a. staðið fyrir uppsetningu á nýrri heimasíðu félagsþjónustunnar. Slóðin á heimasíðuna er www.felagsmal.is.
readMoreNews
Íslandsmótið í golfi 2012 á Strandarvelli - Ný heimasíða GHR

Íslandsmótið í golfi 2012 á Strandarvelli - Ný heimasíða GHR

Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí og er þetta í sjötugasta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistara titil í golfi. Í ár fer Íslandsmótið fram á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júní 1952 og er því 60 ára á þessu ári.
readMoreNews
Heimildamynd um íslenska hestinn í bígerð

Heimildamynd um íslenska hestinn í bígerð

Lindsay Blatt og Paul Taggart eru að búa til myndina "Herd in Iceland"(Hjörð á Íslandi) sem er heimildamynd um íslenska hestinn. Tökur á myndinni hófust haustið 2010, þegar Lindsay og Paul ferðuðust til Íslands til að fylgjast með. Í þessari frétt má sjá sýnishorn úr myndinni en þar eru nokkur kunnugleg andlit úr sveitarfélaginu.
readMoreNews
Íþróttamiðstöðin á Hellu - Laust starf

Íþróttamiðstöðin á Hellu - Laust starf

Auglýst er eftir starfsmanni í Íþróttamiðstöðina á Hellu. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu, gæslu í kvennaklefa og þrif. Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sbr. öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Þolsund 600 m, hraðsund 25 m, björgunarsund í fötum, kafsund 15 m og köfun í dýpsta hluta laugar. Eiga gott með að umgangast börn og unglinga, hafa góða þjónustulund og vera stundvís.
readMoreNews
Kartöflusúpudagurinn í Þykkvabæ - 20. júli

Kartöflusúpudagurinn í Þykkvabæ - 20. júli

Föstudaginn 20. júlí næstkomandi verður Kartöflusúpudagurinn svokallaði haldinn í Þykkvabænum. Kartöflusúpa fyrir gesti og gangandi,fríir sölubásar, grænmetismarkaður, nýuppteknar kartöflur, kynning á Young Living ilmkjarnaolíum, leiktæki fyrir börnin, lestin á rúntinum, andlitsmálun fyrir börnin, sjoppa á staðnum UMF Framtíðin og fleira.
readMoreNews