Fréttir

Leikskólinn Heklukot óskar eftir leikskólakennara í 100% starf

Leikskólinn Heklukot óskar eftir leikskólakennara í 100% starf

Leitað er að fagmenntuðum, jákvæðum kennurum, körlum eða konum, með góða samskiptahæfni, eru heilsuhraustir, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og eru tilbúnir til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans.
readMoreNews
Malbikað á Laugalandi og Hellu

Malbikað á Laugalandi og Hellu

Þessa dagana er góða veðrið nýtt til að ljúka ýmsum verkefnum fyrir haustið. Þannig var í vikunni lokið við að jarðvegsskipta og malbika bílaplanið sunnan við skólahúsin á Laugalandi.
readMoreNews
Starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar

Starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir starf félagsráðgjafa í barnavernd laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til afleysinga í eitt ár með möguleika á áframhaldandi vinnu. Umsóknafrestur er til og með 7. september 2020.
readMoreNews
Framlenging á ratleik

Framlenging á ratleik

Tekin hefur verið ákvörðun um að framlengja ratleiknum Ferðumst um sveitarfélagið til 24. ágúst nk.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.5.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga 3
readMoreNews
World Class opnar á Hellu

World Class opnar á Hellu

Ný líkamsræktarstöð á vegum World Class hefur nú opnað í nýju viðbyggingunni í íþróttahúsinu á Hellu. Stöðin er heldur betur glæsileg og öll tæki og tól af nýjustu sort.
readMoreNews
Töðugjöldum 2020 aflýst!

Töðugjöldum 2020 aflýst!

Stjórnvöld hafa í dag kynnt hertar aðgerðir vegna COVID-19. Í ljósi breyttra aðstæðna hefur því verið ákveðið að aflýsa bæjarhátíðinni Töðugjöldum þetta árið.
readMoreNews
Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir starfsmanni til aðstoðar í mötuneyti

Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir starfsmanni til aðstoðar í mötuneyti

Við leitum að duglegum og þjónustuliprum einstaklingi til starfa í mötuneyti Grunnskólans Hellu.
readMoreNews
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun Haukadalur lóð F7, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 20.7.2020 að auglýsa breytingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið dags. 19.2.2009 þar sem suður- og vesturmörk núverandi byggingareits verði færð og byggingareitur stækkaður skv. uppdrætti og greinargerð frá Eflu, dags. 15.7.2020. Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. september 2020 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Har. Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra
readMoreNews
Landvist - Myndlistarsýning

Landvist - Myndlistarsýning

Ellefu listamenn sýna í stórri skemmu, sem var einu sinni refabú, og í 100 ára gömlu fjárhúsi. Viðfangsefnið er vist mannsins í landslagi. Frumkvöðull sýningarinnar Borghildur Óskarsdóttir hefur um árabil beint sjónum sínum að landslagi og sögu fólksins í Landsveit. Listamenn sem sýna í ár eru Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hildur Hákonardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét H. Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir.
readMoreNews