Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá og með 21. júlí til og með 1. ágúst vegna sumarleyfa.
Skrifstofan opnar aftur eftir verslunarmannahelgi, þriðjudaginn 5. ágúst.
01. júlí 2025
Tímabundin lokun reiðleiðar um norðanvert Skarðsfjall
Vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur reiðleið um norðanverðan hluta Skarðsfjalls verið lokað. Lokunin er nauðsynleg vegna jarðvinnu og mannvirkjagerðar á framkvæmdasvæði virkjunarinnar og er ætlað að tryggja öryggi bæði vegfarenda og starfsfólks á svæðinu.
Reiðleiðin, sem um árabil hefur verið …
30. júní 2025
Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra - óskað er eftir tilnefningum
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Rangárþings ytra 2024.
Nú skartar náttúran sínu fegursta. Sprelllifandi gróður, ungar að klekjast úr eggjum og íbúar ráða ekki við sig að snyrta og fegra í kringum sig! Þá er um að gera að fara um og skoða hjá ná…
30. júní 2025
Skipulögð kennsla - TEACCH-námskeið
Um er að ræða þriggja daga heilsdagsnámskeið í Skipulagðri kennslu (TEACCH), dagana 6. 7. og 8. ágúst. Kennarar koma frá Ráðgjafa- og greiningarstöð (RGR). Frekari upplýsingar berast skráðum þátttakendum þegar nær dregur.
Verð á einstakling er 38.500 kr. og hægt er að sækja um styrk til viðkomandi…
30. júní 2025
Sorphirðudagatal frá júlí–desember 2025
Sorphirðudagatalið fyrir júlí til desember 2025 er tilbúið. Hægt er að skoða það hér fyrir neðan og það er alltaf efst á facebook-síðu Sorpstöðvarinnar. Einnig er tengill hér á pdf-skjal sem hægt er að sækja og prenta út.
Sorphirðudagatal í pdf-skjali
28. júní 2025
Ákall um lágvöruverðsverslun á Hellu
Íbúar í Rangárþingi ytra hafa lengi kallað eftir lágvöruverslun á Hellu enda er það þjónusta sem myndi gagnast öllum íbúum og þeim fjölmörgu gestum sem fara um svæðið.
Byggðarráð hefur falið skipulags- og umferðarnefnd að koma með tillögur að hentugum lóðum undir lágvöruverslun og gera tillögu að n…
27. júní 2025
Tilboð óskast í þjónustusamning til brennslu úrgangs
AUGLÝSING
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., byggðasamlag sveitarfélaganna Rangárþings ytra og eystra og Ásahrepps óskar eftir tilboðum í þjónustusamning til brennslu á 2500 tonnum á ári af óendurnýtanlegum úrgangi frá heimilum, fyrirtækjum og iðnaði á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu. Áhers…
24. júní 2025
Árbakkinn sló í gegn
Tónlistarhátíðin Árbakkinn var haldin í fyrsta sinn á sumarsólstöðum á bakka Ytri-Rangár á Hellu. Blautt var í veðri en hvorki gestir né flytjendur létu það á sig fá og stemningin var frábær.
Það var Hellubúinn Bjarki Eiríksson sem stóð fyrir viðburðinum og fékk til þess stuðning ýmissa bakhjarla. …
23. júní 2025
Fundarboð - 39. fundur byggðarráðs
39. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 25. júní 2025 og hefst kl. 08:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar1. 2505012F - Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4
Almenn mál2. 2506071 - Lóð undir lágvöruverslun3. 2504062 - Byggingar…
20. júní 2025
Sveitarstjórn skoðaði framkvæmdir við Vaðöldu
Árlegur fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra með Landsvirkjun var haldinn nýlega og af því tilefni bauð Landsvirkjun sveitarstjórnarfulltrúum í vettvangsferð.
Fyrst farið á kynningarfund um starfssemi og framkvæmdir á svæðinu sem var haldinn í starfstöð Landsvirkjunar í Búrfelli. Því næst var fa…