SAMÞYKKTIR
FÉLAGS ELDRI BORGARA Í RANGÁRVALLASÝSLU

1. gr.

Félagið heitir Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um um málefni þess.
Heimili þess og varnarþing er í Rangárvallasýslu.

2. gr.

Tilgangur félagsins er að vinna að velferðarmálum aldraðs fólks með því að:
a) Vekja athygli og auka skilning almennings, ríkis og sveitar á þörfum eldri borgara. (60 ára og eldri)
b) Stuðla að aukinni þjónustu eldri borgara.
c) Skipuleggja og framkvæma tómstunda- og félagsstarf á meðal eldri borgara.
d) Vinna að öðrum þeim málum, sem til hagsbóta teljast fyrir eldri borgara.

3. gr.

Félagar geta orðið einstaklingar, sem þess óska og búsettir eru í Rangárvallasýslu, enda greiði þeir tilskilin árgjöld.

4. gr.

Tekjur félagsins eru árgjöld, gjafir og aðrar tilfallandi tekjur, sem félagið kann að afla sér. Fjárhæð árgjalds skal ákveðin á aðalfundi félagsins ár hvert. Félagar eldri en 75 ára greiði aðeins hálft árgjald hverju sinni.

5.gr.

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa 5 aðalstjórnarmenn og 2 varastjórnarmenn, formaður er kosinn sérstaklega. Að öðru leyti skiftir stjórnin með sér verkum. Kjörtími formanns er eitt ár en annara stjórnarmanna 2 ár. Kosningu þeirra skal hagað þannig að tveir þeirra ganga úr stjórninni ár hvert. Allir félagsmenn eru kjörgengir. Á aðalfundi skal kjósa 2 endurskoðendur til eins árs í senn. Stjórnarfundir eru lögmætir ef til þeirra er boðað með eins dags fyrirvara og meirihluti fundarmanna sækir fundinn.

6. gr.

Aðalfund skal halda fyrir apríllok ár hvert og er löglegur, ef boðað er til hans bréflega með viku fyrirvara eða hann auglýstur í útvarpi eða sjónvarpi og a.m.k. einu dagblaði eða héraðsblaði. Aðra félagsfundi skal halda þegar stjórnin ákveður, og skal boðað til þeirra á sama hátt.

7. gr.

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins.
Dagskrá hans skal vera sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta ár.
2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta ár lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda.
4. Önnur mál.

8. gr.

Á stjórnar- og félagsfundum ræður afl atkvæða. Til breytinga á lögum þessum þarf þó 2/3 - tvo þriðju hluta - atkvæða.

9. gr.

Hætti félagið störfum skulu eignir þess skiftast á milli starfandi dvalarheimila aldraðra á félagssvæðinu.

10. gr.

Aldrei má breyta ákvæðum 2. gr. laga þessara um tilgang félagsins né ákvæðum 9. gr. þeirra um ráðstöfun eigna þess af það hættir störfum, enda sé það í samræmi við landslög.

11. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið.

12. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi eftir samþykkt þeirra á stofnfundi.

(Lagabreyting um að 2 varastjórnarmenn verði kosnir í stað 5 á aðalfundi fór fram á aðalfundi 20. apríl, 1999.)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?