Ferðaþjónusta

Í sveitarfélaginu eru margar þekktar náttúruperlur eins og Hekla og Landmannalaugar auk margra annarra áhugaverðra staða m.a. sögustaða allt frá Landnámsöld.

Hella er helsti þéttbýlis- og atvinnukjarni sveitarfélagsins með 784 íbúa (1. janúar 2013). Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Á Hellu er banki, pósthús, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, hótel, gistiheimili, sumarhús, tjaldsvæði, veitingahús, verslanir, apótek, heilsugæslustöð, sláturhús, bifvélaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, bensínstöð auk margs konar atvinnureksturs og opinberrar þjónustu.

Allar nánari ferðaupplýsingar um Hellu og nágrenni er að finna á vef Markaðsstofu Suðurlands - www.south.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?