Ferðaþjónusta er ein af mikilvægustu atvinnugreinum í sveitarfélaginu og gríðarlega margir sem hafa atvinnu af ferðaþjónustu. Í Rangárþingi Ytra hefur fjöldi ferðamanna aukist mikið á síðustu árum eins og annars staðar á landinu. Að sama skapi hefur þjónusta við ferðamenn aukist mikið í sveitarfélaginu. Víða er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta og má þar nefna veitingasölu, gistiaðstöðu, hestaleigur, tjaldsvæði, golfvöll, söfn, handverkssölu og fleira. Þá eru sundlaugar bæði á Hellu og Laugalandi. Fjölsóttir ferðamannastaðir eru í sveitarfélaginu svo sem Landmannalaugar, Landmannahellir, Veiðivötn, Þjófafoss, Fossabrekkur, Þykkvibær og Hekla. Framboð á gistingu í sveitarfélaginu er fjölbreytt allt frá fjögurra stjörnu hótelum yfir í fjallaskála. Fjölmargir gististaðir eru í byggðinni og tjaldsvæði eru á nokkrum stöðum. Sumarhús eru víðs vegar. Á hálendinu eru fjölsóttir gististaðir og tjaldsvæði og einnig er gistingu víða að fá í skálum.

Á vefnum www.visithella.is  er að finna fjölbreyttar upplýsingar um ferðaþjónustu í Rangárþingi ytra. 

Einnig er að finna fjölbreyttar upplýsingar á vef Markaðsstofu Suðurlands sem Rangárþing ytra er aðili að - www.south.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?