Markaðsstofa Suðurlands er sjálfseignarstofnun sem sett var á stofn 19. nóvember 2008. Stofnendur stofunnar eru Ferðamálasamtök Suðurlands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Rúnturinn um Rangárþing og loks Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu og nær starfssvæði stofunnar frá Lónsheiði í austri að Sandskeiði í vestri auk Vestmannaeyja. Innan þessa starfssvæðis eru 15 sveitarfélög, um 26 þúsund íbúar og 2.400 fyrirtæki af ýmsum toga.
Rekstrarfyrirkomulag Upplýsingar útgefnar 31.01.2017
|
Sjálfseignarstofnun, 6 manna stjórn
|
Fjöldi sveitarfélaga í samstarfi
|
14
|
Fjöldi samstarfsfyrirtækja
|
189
|
Stærð svæðis (ferkílómetrar)
|
30.968
|
Lengd svæðis (mesta akstursfjarlægð milli staða)
|
429 (Þorlákshöfn - Höfn í Hornafirði)
|
Fjöldi þéttbýliskjarna
|
18
|
Íbúafjöldi 2016 (1.jan)
|
26.982
|
Tekjur Markaðsstofunnar koma frá ríkissjóði, sveitarfélögum á suðurlandi, Ferðamálastofu og samstarfsfyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Tilgangur Markaðsstofunnar er "að efla markaðs- og kynningarstarf, innanlands og utan, fyrir Suðurland með sérstakri áherslu á að auka atvinnustarfsemi og gjaldeyristekjur með auknum fjölda gesta og íbúa á Suðurlandi. Sömuleiðis að efla samstarf og upplýsingamiðlun atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisvalds, bæta ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu sem eru í boði á Suðurlandi. Styrkja þannig byggð og fjölbreytt atvinnu- og búsetuskilyrði verði til staðar á landsvæðinu öllu."
Heimasíða: www.south.is