1. Upplýsingar um umsækjanda

2. Upplýsingar um tengistað

3. Lýsing á fyrirkomulagi tengingar

Rangárljós leggur ljósleiðara inn fyrir útvegg að ofangreindum tengistað og tengir heimtaugina við ljósleiðaraaðgangsnet félagsins að miðpunktum kerfisins í Laugalandi eða Hellu.

Ljósleiðarinn verður frágengin að fullu fyrir þjónustuveitur svo veita megi háhraða fjarskiptaþjónustu til viðkomandi tengistaðar/notanda. Ef leggja þarf innanhúslagnir frá inntaki ljósleiðara eru slíkar lagnir í umsjón eiganda tengistaða.

Stofngjald vegna tengingu hvers tengistaðar er samkvæmt gjaldskrá. Gjaldið greiðist eigi síðar en tíu dögum eftir samþykkt Rangárljóss á umsókninni.

Auk þess greiðir eigandi tengistaðarins því sem næst raunkostnað sem til fellur vegna lagningu á heimtaug að næsta tengipunkti ljósleiðarakerfisins. Gjaldið greiðist eigi síðar en 10 dögum eftir verklok. Ljósleiðaraheimtaugin verður ekki virkjuð fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

Með því að samþykkja skilmála þessa samþykkir umsækjandi að hann er meðvitaður um að ekki verður aflað frekari samþykkis vegna þátttöku í verkefninu. Einnig samþykkir umsækjandi að greiða ofangreind gjöld eins og kveðið er á um.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?