Reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum búsett í
Rangárþingi ytra 18 ára og yngra.
Einstaklingar 18 ára og yngri sem búsett eru í Rangárþingi ytra geta sótt um styrk vegna
æfinga- og keppnisferða erlendis. Styrkir þessir eiga við þegar viðkomandi ungmenni þarf
sjálft að bera hluta eða allan kostnað vegna ferðarinnar.
Æfinga- og keppnisferðir með félagsliði og æfingaferðir með landsliði 30.000 kr.
Keppnisferðir með landsliði á opinber mót landsliða, s.s. riðlakeppnir og lokamót
50.000 kr.
Sveitarstjóri hefur heimild til að meta umsóknir og afgreiða styrki samkvæmt þessum reglum
í samræmi við heimildir samþykktrar fjárhagsáætlunar. Styrkur verður aldrei greiddur nema
með staðfestingu á þátttöku viðkomandi í ferðinni, s.s. með framlagningu farseðla og
kostnaðarreikninga.
Lagt til af Íþrótta- og tómstundanefnd 7.6.2016
Samþykkt í sveitarstjórn 8.6.2016