Á íbúafundi um þróun skólasvæðis á Hellu fóru fram umræður í vinnuhópum að lokinni kynningu  um verkefnið. 

Í umræðuhópunum var lagt upp með þrjú aðal umræðuefni a) umferð og aðkoma b) skipulag bygginga og útisvæða og c) starfssemi innan skólasvæðis.

Eins og vill  verða í umræðuhópum var allt mögulegt rætt sem tengist verkefninu og má nálgast helstu punkta frá hverjum hópi fyrir sig hér að neðan. 

Samantekt frá hópi a

Umferð og aðkoma.

 • Að það sé ekki flöskuháls.
 • Er nokkuð verið að stefna allri umferðinni á Útskálana?
 • Er verið að hugsa út í umferðaröryggi gangandi vegfarenda?
 • Það er á skipulagi tengivegur frá Langöldu/hesthúsahverfi að Helluvaðsvegi sem gæti komið inn á Laufskálana.
 • Hvaða vandamál erum við að eiga við núna í umferðinni, við hverju þarf að bregðast við sem fyrst?
 • Það hefur komið upp hugmynd fyrir einhverju síðan að skólabílar hleypi út börnum á Þingskálum en ekki hefur orðið af því enn.

Skipulag bygginga og útisvæða.

 • Hvernig líst fólki á að hafa þessa tengibyggingu? Bent á vankosti að hafa tengibyggingu í sambandi við t.d. covid-19. T.d. þessi salur. Þarf að vera hægt að skipta svæðum.
 • Hvað verður um gamla leikskólann? T.d. kannski fyrir skóladagheimilið.
 • Hvað verður um útikennslusvæðið ef völlurinn verður færður?
 • Hvernig verður fyrir yngstu börnin að fara í sameiginlegt rými? Þola þau það? Á Laugalandi er þetta þannig að önnur deildin fer í sameiginlegan matsal. Í Krikaskóla nota bæði leikskóla- og grunnskólabörn sama matsal.
 • Mikil tilhlökkun að fá nýja leikskólabyggingu. Erfitt að fara á milli bygginga þegar þú átt tvö eða fleiri börn.
 • Bent á að það sé ekki mikið útileikpláss fyrir grunnskólann í tillögu 7.
 • Völlurinn verður einhvern tímann færður, spurning um hvort það verður núna eða seinna.
 • Rætt um tillögu 7 að það sé ansi þröngt.
 • Það er hægt að stækka við skólann í hina áttina, að Laufskálunum.

Starfssemi innan skólasvæðis.

 • Að tónlistaskólinn sé í sama rými.
 • Að það þurfi að taka meira tillit til elstu nemendanna í grunnskólanum, að það sé gerður möguleiki fyrir það, þá í sambandi við verklegar greinar. Unnið þvert á skólastig í grunnskóla.
 • Bent á að bekkjarstærðir sé misstórar og gott væri að geta stækkað og minnkað rými.
 • Þarf að setja útgöngupunkt á teikningu á grunnskólanum, þar sem sjoppan er.
 • Rætt um að umf. Hekla hafi sent inn erindi þar sem lýst er yfir áhyggjum ef völlur yrði færður þá gætum við orðið aðstöðulaus í einhvern tíma.
 • Rætt um hver umhverfisáhrifin yrðu ef völlur yrði færður.
 • Sparkvöllurinn, hvar kemst hann fyrir? Erfitt að hafa yfirsýn yfir nemendur þegar þeir eru á sparkvellinum þar sem hann er núna, einelti viðgengst.
 • Einnig bent á að það er mjög óhentugt að hafa göngustíg fyrir almenning í gegnum skólalóð.
 • Hvað tekur þessi vinna langan tíma? 3 til 4 ár c.a.?
 • Hefur verið hugsað út í sameiningu skólanna? Hvað gerum við þegar sú umræða kemur upp aftur? Rætt um nægt rými í stofum/deildum. Er þá nóg pláss fyrir alla nemendur?
 • Mikilvægt að það myndist ekki flöskuháls þegar nemendur komi eða fara úr skólabyggingum.
 • Rætt um fjölda í skólunum fjórum í RY.
 • Ath með bílastæði, hvar eiga foreldrar að leggja t.d. þegar það eru viðburðir í skólanum? Vantar bílastæði eða er nóg?
 • Væri hægt að færa völlinn aðeins? Ekki eins langt og rætt hefur verið um. Miðað við tillögu 5?
 • Er skóladagheimilið hugsað inn í nýja byggingu?
 • Í tillögu 5 þarf að færa sparkvöllinn hvort eð er því leikskólinn er á milli, nýtist illa grunnskólanum.
 • Fólk er sammála því að hafa þetta allt á einu svæði.
 • Fólk er sammála því að það séu tveir kostir í boði, þarf að skoða kostnaðinn betur við báðar hugmyndir. Kannski munar ekkert rosalega miklu þegar allur kostnaður er tekinn inni myndina.

 Samantekt frá hópi b

 • Metnaðarfullar tillögur og vel unnar.
 • Gott að það liggi fyrir hvað íþróttavöllurinn muni kosta.
 • Erfitt sé að mynda sér skoðun öðruvísi en að vita hvernig þetta verði með íþróttavöllinn.
 • Hvenær á nýi völlurinn að koma? Á sama tíma eða verðum við vallarlaus í einhvern tíma? Væri möguleiki á að byggja völlinn upp annarsstaðar þar sem m.a. væri hægt að huga að góðum bílastæðum? Margir á því að best væri að hafa hann í miðju þorpsins þar sem aðgangur er að búningsklefum og sundlaug.
 • Ef félagsmiðstöð er hugsuð á svæðinu sé mikilvægt að aðskilja hana og skólann.
 • Fólk hafði áhyggjur af bílastæðamálum ef núverandi völlur haldi sér. Það þurfi að huga vel að því að pláss sé fyrir bílastæði.
 • Ef völlurinn verði þar sem hann er nú verði allt mjög þröngt og jafnvel sé verið að fórna sparkvellinum, bílastæðum og stærð skólalóða.
 • Það megi ekki gleyma því að það kostar líka að byggja upp íþróttavöllinn þar sem hann er nú.
 • Mikilvægt að muna að það losnar um aðrar byggingar, s.s. núverandi leikskóla, hvað á t.d. að gera við hann?
 • Vangaveltur um hvort kaupa mætti upp Þrúðvang 8 og 10 og nýta það svæði?
 • Hvert fer skóladagheimilið, í núverandi leikskóla?
 • Fólk sammála um að mikilvægt sé að hafa tónlistarskólann innan skólasvæðisins.
 • Skólinn er með útisvæðið sitt í útjarði þess lands sem sveitarfélagið á. Mikilvægt að hafa það í huga.
 • Aðkoman að skólanum mjög þröng eins og hún er nú. Góð hugsun að færa umferðina yfir í Þingskála og Dynskála.
 • Mikilvægt að huga vel að hitalögnum, t.d. á bílastæðum og á gönguleið úr bíl í leikskóla. Það þurfi að skipuleggja bílastæði vel áður en farið er af stað, hvar er keyrt inn, hvar út o.s.frv.
 • Það vantar einhvern úr íþróttamálunum í starfshópinn. Spurning hvort úr því verði bætt síðar.

 Samantekt frá hópi c

 • Sp. Hvað á að gera við gamla leikskólasvæðið og húsnæðið.
  Mjög mikilvægt að færa umferðina úr Útskálum
 • Sp. Færsla íþróttavöllinn út í mýrina, mun það kosta okkur að gerð nýs íþróttavallar frestist?
  Svar: Það er hægt að byrja framkvæmdir á miðrýminu á meðan staðsetning íþróttavallar er enn á sínum stað eða samhliða.
 • Mötuneyti í dag alls ekki ákjósanlegt
 • Sp. völlur færður. Hversu langan tíma tekur að gera völlinn nothæfan vegna mýrinnar.
 • Er einhver kvaðir um hæðir á byggingum. Getum við sett kjallara til að unnt verði að ganga beint inní íþróttasalinn
 • Var rætt um að kaupa þau hús sem standa við Þrúðvanginn í þessu sambandi.
 • Þurfum að vera frekar stórhuga heldur en að sníða stakkinn of þröngt.
 • Kort 7 veitir ekki möguleika á að stækka leikskólann. Þá er ekki hægt að gera annað en að færa völlinn. Íþróttavöllurinn er eitthvað sem við verðum að fara með annað. Ef við hendum hlaupabrautum þá er hægt að stækka völlinn en við hindrum frekari uppbyggingu skólanna með því að færa ekki völlinn.
 • Sp. Færist sparkvöllurinn.
  Rætt um að hann verði að færast hvort sem er vegna eineltismála og vaktmála.
 • Er leikskólinn nægilega stór til að rúma öll börnin eða verður önnur bygging notuð með honum.
 • Verður félagsmiðstöðin partur af svæðinu. Það væri mjög gott að geta nýtt svæðið fyrir það.
 • Getum við haft eldri borgara starf á svæðinu eða í tengslum við samnýtinguna. Gæti bókasafnið nýst til þess.
 • Er ekki mikill kostnaður sem fylgir því að færa völlinn út í mýrina vegna jarðvegsskiptanna?
 • Aðgengi almennings inná skólalóðinni er ekki ákjósanlegt.
 • Það gæti verið möguleiki fyrir sundlaugina að stækka og efla það svæði við að leikskólinn fari.
 • Sjáum við fyrir okkur svæði í nýjum skóla fyrir verknám eða „fab-lab“
 • Hvenær er hægt að byrja á framkvæmdum?
 • Nauðsynlegt að hafa sérstök bílastæði fyrir starfsfólkið.
 • Vangaveltur um það af hverju verið er að leggja áherslu á að byggja upp fullkominn íþróttavöll hér en ekki að sameina starfsemi hér og í Hvolsvelli. Íþróttir eru forvarnir og því ætti ekki að spara á þeim vettvangi,.
 • Lokaorð hópsins að byrja á færslu vallarins og að hafa rými alls ekki of lítil. Mynd 4 er vinsælasta valið.

Samantekt frá hópi d

 • Almennt góðar hugmyndir
 • Sumir aðilar ekki sammála því að leikskóli og skóli skuli vera á sama stað.
 • Fallegasta íþróttasvæði á suðurlandi þó víðar væri leitað og því væri leitt ef völlurinn er færður
 • Hugsa vel fram í tímann að lágmarki 50 ár.
 • Miklar áhyggjur ef byrjað verður að byggja skóla, leikskóla án þess að íþróttavöllur verði fullkláraður á sama tíma og þessi aðstaða verði ekki góð.
 • Jákvætt að færa umferð burt úr Útskálum
 • Öll aðkoma frá Þingskálum er til bóta
 • Spurning um uppkaup á húsum við Þrúðvang 8 og 10 og nýta með skólasvæði.
 • Svæðið í kringum skólann og útikennslusvæðið mikilvægt.
 • Svæðið í kringum skóla og leikskóla er þröng og því spurning hvort ekki eigi að flytja leikskóla á annað svæði. (Austur á sand jafnvel þar sem gáma og geymslusvæðið er)
 • Hafa næg bílastæði við íþróttahús og íþróttavöll.
 • Væri gaman að fá betri íþrótta aðstöðu.
 • Spurning hvort færa eigi íþróttavöllinn á strönd og byggja gervigrasvöll þar í samvinnu við Rangárþing eystra.
 • Íþróttavöllur og sparkvöllur mikið notað sem viðbót við leiksvæði á skólalóð.
 • Mikilvægt að bókasafn hafið aðgengi fyrir aðra en skólaaðila án þess að fara í gegnum húsnæði skóla.
 • Muna eftir rúmri vöruaðkomu fyrir eldhús.
 • Gott að hafa báða skólana, íþróttahús og sundlaug á sama stað. Ekki of þröngt, má ekki byggja ofan á núverandi skólahúsnæði?

Stýrihópurinn mun fara yfir þau atriði sem fram komu á fundinum og vinna með þau áfram.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?