Fjölbreytt starf íþrótta- og ungmennafélaga er í Rangárþingi ytra.

Ungmennafélagið Hekla

Ungmennfélagið Hekla var stofnað þann 26. júlí 1908.  Starfssvæði þess er gamli Rangárvallahreppur og eru félagar um 450.  Félagið er aðili að Héraðssambandinu Skarphéðni. www.umfhekla.is

Íþróttafélagið Garpur

Íþróttafélagið Garpur var stofnað 30. september 1992. Stofnfélagar voru 27 og var stofnað af og fyrir þrjá hreppi í sömu sveit; Landhrepp, Holtahrepp og Ásahrepp en þessir hreppir eru allir í Rangárvallasýslu. Aðsetur íþróttafélagsins er að Laugalandsskóla í Holtum sem liggur að landveginum suður í Landsveit. 

Ungmennafélagið Framtíðin

Starfssvæði: Þykkvibær

Hestamannafélagið Geysir

Starfssvæði: Rangárvallasýsla að austur Eyjafjöllum.

Heimasíða: www.hmfgeysir.com

Netfang: hmfgeysir@gmail.com 

Golfklúbburinn Hellu

Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júni 1952 Aðalhvatamenn og stofnendur klúbbsins vorur Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en Rúdólf Stolzenwald varð fyrsti formaður golfklúbbsins.

Heimasíða: www.ghr.is
Netfang: ghr@ghr.is

Knattspyrnufélag Rangæinga

Knattspyrnufélag Rangæinga var stofnað 1997 með það að markmiði að styrkja
möguleika til knattspyrnuiðkunar í Rangárvallasýslu. Félagið heldur úti æfingum fyrir
yngri flokka auk þess sem meistaraflokkur félagsins hefur leikið á Íslandsmóti, nú
síðasta sumar í 3 deild.

Um 160 iðkendur eru nú hjá KFR, nokkuð mismargir eftir flokkum, flestir í yngri
flokkunum en því miður fækkar iðkendum talsvert þegar komið er í efstu flokka,
sérstaklega 3 og 2 flokk.

www.kfrang.is

Yfirlit yfir frístundir vor 2023

Skotfélagið Skyttur

Skotíþróttafélagið Skyttur (Skammstafað SKS) er íþróttafélag sem staðsett er í Rangárvallarsýslu. Stefna skotfélagsins er að koma upp fyrirmyndaraðstöðu til iðkunnar á öllum helstu skotgreinum sem stundaðar eru á Íslandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?