Upplýsingasíður og Google Maps!
 
Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra boðar til fundar með ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu mánudaginn 17. janúar kl. 17:00 á ZOOM.
 
Tilgangur fundarins er að fara yfir stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu ásamt því að fara yfir þau verkefni sem í gangi eru eða eru að fara í gang á vegum sveitarfélagsins tengd ferðaþjónustu.
 
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 17. janúar n.k. kl. 17:00 á Zoom.
 
Fundarefni:
  • Yfirferð á fríum upplýsingasíðum og hvernig ferðaþjónustuaðilar geta farið yfir sínar upplýsingar þar og gert úrbætur. south.is upplifdu.is ferdalag.is visiticeland.is
  • Kennsla á Google maps sem talið er að taki við TripAdvisor á næstu árum. Ólafur Kristjánsson sérfræðingur í Google maps heldur fyrirlestur og svarar spurningum.

Sjáumst sem flest!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?