Umsjón með frístundastyrk Rangárþings ytra hefur Ragnar Jóhannsson Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Svör við algengum spurningum er að finna hér að neðan en annars er hægt að senda honum erindi á ragnar@ry.is 

A.T.H. Ef þú hefur nú þegar greitt skráningargjöld fyrir þitt barn og óskar eftir endurgreiðslu á forsendum frístundastyrks hafið þá samband við Ragnar Jóhansson Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu ragnar@ry.is

Hér koma svör við algengum spurningum vegna frístundastyrks. 

1. Hverjir eiga rétt á frístundastyrk ? 

Öll börn með lögheimili í Rangárþingi ytra til 6-16 ára (miðast við fæðingarár) 

 2. Hversu hár er styrkurinn

Frístundastyrkurinn er 50 þúsund og er forráðamönnum frjálst að ráðstafa honum í einni greiðslu í
íþrótta og/eða frístundastarf eða dreifa.

3. Get ég flutt styrkinn yfir á næsta ár ef ég næ ekki að fullnýta hann í ár?

Nei það er óheimilt að flytja styrkinn á milli ára. 

4. Ég er með lögheimili í Rangárþingi ytra, en barnið mitt er með skráð lögheimili hjá hinu foreldri sínu í öðru sveitafélagi, en býr hjá mér aðra hverja viku. Á ég þá ekki rétt á að nýta frístundastyrkinn fyrir barnið mitt?

Nei því miður. Það eru skýrar reglur að barnið sem er að nýta styrkinn sé með lögheimili í Rangárþingi ytra og miðast lögheimilisskráning við fjölskyldunúmer í Þjóðskrá.

5. Hvernig nota nýti ég styrkinn ? 

Þegar greidd eru námskeiðsgjöld í gegnum Sportabler kerfið þá er hægt að velja að nota styrkinn. Sjá svar við spurningu 11 vegna tónlistarnáms.

6. Getur íþróttafélagið/frístundafélagið skráð barnið mitt og notað þannig styrkinn?

Nei. Foreldrar/forráðamenn eru þeir einu sem mega og geta ráðstafað styrknum.

7. Barnið mitt stundar engar íþróttir né tekur þátt í frístundum.

Get ég nýtt styrkinn í eitthvað annað eins og t.d. að kaupa reiðhjól eða annað sem hvetur barnið til hreyfingar?

Nei því miður. Frístundastyrkurinn er eingöngu ætlaður til niðurgreiðslu fyrir íþróttir, listir eða aðra frístundastarfsemi á vefum félaga og fyrirtækja. Hann er ekki hægt að nýta t.d. til kaupa á tækjum, fatnaði eða ferðum.

8. Við höfum fest kaup á húsnæði í Rangárþingi ytra en flytjum ekki í sveitarfélagið fyrr en t.d. í maí á þessu ári. Eigum við rétt á frístundastyrk fyrir börnin okkar ef við höfum ekki átt heima í sveitarfélaginu 1. janúar þess árs sem er flutt?

Já þið fáið fullan frístundastyrk fyrir árið sem þið flytjið í bæjarfélagið. Um leið og þið hafið breytt lögheimilinu ykkar, eigið þið rétt á frístundastyrknum fyrir börnin ykkar.

9. Ef íþrótt eða frístund er ekki í Sportabler skráningarkerfinu eða ég hef nú þegar greitt fyrir námskeið get ég nýtt frístundastyrkinn eftirá?

Já þú getur nýtt frístundastyrkinn eftirá fyrir viðurkennda íþrótt eða frístund. Þá þarf að senda kvittun um greiðslu á ragnar@ry.is. Umsókn er þá skráð í Sportabler.

10. Ef barnið mitt er skráð í íþróttir utan sveitarfélagsins, get ég samt nýtt frístundastyrkinn ?

Já, ef um viðurkennt frístundastarf er að ræða. Hafa skal samband við Ragnar Jóhannsson heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfanginu ragnar@ry.is 

11. Barnið mitt stundar tónlistarnám, get ég notað frístundastyrk ?

Já, frístundastyrkur er greiddur vegna tónlistarnáms. Vegna vorannar 2023 þarf að að óska eftir endurgreiðslu eftir að búið er að greiða heildarupphæð annarinnar. Til þess að óska eftir endurgreiðslu skal senda póst á ragnar@ry.is sem sendir nánari upplýsingar.

Rangárþing ytra - fyrir okkur öll!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?