Í tengslum við fjölsótt málþing um Keldur á Rangárvöllum, sem haldið var í Gunnarsholti, var stofnað vinafélag Keldna á Rangárvöllum. Markmið félagsins er að vera brjóstvörn staðarins, stuðla að endurreisn hans, varðveislu og viðhaldi gömlu húsanna og frekari rannsóknum á mannvirkjum og umhverfi gamla bæjarins á Keldum. Í tilefni málþingsins efndu vinir Keldna til fræðsluferðar til Keldna með viðkomu m.a. í Odda á Rangárvöllum. Mikill áhugi var meðal málþingsgesta um málefnið og hvatti forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til átaks í þágu hins fornfræga býlis Keldna á Rangárvöllum. Á Keldum hefur verið búseta frá upphafi Íslandsbyggðar og þar stendur elsti torfbær á Íslandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?