Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert samstarfssamning við Strætó til þess að tryggja reglulegar almenningssamgöngur um suðurland. Reglulegar ferðir Strætó fara frá Miðjunni á Hellu en hægt er að hafa samband á skrifstofu Strætó ef biðja á hann um að stoppa á öðrum stöðum sem liggja að þjóðvegi 1 í gegnum sveitarfélagið. Allar nánari upplýsingar s.s. um tímaáætlun, kaup á strætó korti og fleira er aðgengilegt á www.straeto.is.

--

Strætó er almenningssamgöngufyrirtæki sem rekur gula strætisvagninn á höfuðborgarsvæðinu. Eins skipuleggur Strætó strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni fyrir hin ýmsu landsbyggðasamtök og hefur umsjón með akstri fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. 

Stór hluti af akstri á vegum Strætó er í höndum verktaka eða um 40% af akstri gulra vagna á höfuðborgarsvæðinu, allur akstur á landsbyggðinni og allur akstur í ferðþjónustu fatlaðra.

Hjá Strætó starfa um 300 manns, þar af eru 260 manns í umsjón með eigin akstri Strætó og 40 manns í stoðþjónustu, (yfirstjórn, mannauðsmál, fjármál, þjónustuver og annar rekstur). Álíka margir starfa síðan hjá verktökum við akstur á vegum Strætó.

Samtals starfa beint og óbeint hjá Strætó um 600 manns.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?