Reglur um heimgreiðslur

Greiðslurnar eru fyrir börn á aldrinum 9 - 18 mánaða sem eru ekki á leikskóla á vegum Odda bs. hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss eða að foreldrar velja að hafa börnin heima fyrst í stað. Þeir sem eiga af einhverjum ástæðum ekki rétt á fæðingarorlofi í 9 mánuði geta sótt um að fá greiðslu frá 6 mánaða aldri barns.

Heimgreiðsla er bundin því að barn sé með lögheimili í Rangárþingi ytra. Við flutning á lögheimili barnsins úr sveitarfélaginu falla heimgreiðslur niður frá og með sama degi.

Heimgreiðsla fellur niður þegar barn hefur leikskólagöngu.

Upphæð heimgreiðslu er kr. 30.000 á mánuði fyrir hvert barn.

Umsókn þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar, mánuðinn áður en greiðslur eiga að hefjast. Þannig þarf umsókn t.d. að berast fyrir 20. ágúst eigi greiðslur að geta hafist 1. október sama ár.

Greiðslur hefjast í fyrsta lagi 1. dag mánaðar eftir að barnið er orðið 9 mánaða gamalt og lýkur í síðasta lagi 1. dag mánaðar eftir að barnið nær 18 mánaða aldri.

Verði um ofgreiðslu að ræða á heimgreiðslum áskilur Rangárþing ytra sér rétt til endurgreiðslu. Sé ofgreiðsla á grundvelli þess að umsækjandi hafið gefið upp rangar upplýsingar eða hann hafi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum sem hafa áhrif á rétt til heimgreiðslu er heimilt að leggja dráttarvexti á upphæð endurkröfunnar.

Lagt fram til samþykktar á fundi sveitarstjórnar Rangáþrings ytra 13. janúar 2016.

Umsókn um heimgreiðslur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?