Sorpstöð Suðurlands, skammstafað SOS, er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi og fyrirtækja í þeirra eigu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Heimili þess og varnarþing er að Austurvegi 56 á Selfossi.

Markmið Sorpstöðvar Suðurlands er:
a. Að annast förgun sorps fyrir aðildarsveitarfélög og fyrirtæki sem þar starfa.

b. Að kappkosta að starfseminni sé ávallt hagað þannig að hún uppfylli ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfis um förgun sorps.

c. Að framkvæma gjaldskrárstefnu með þeim hætti að sveitarfélög og aðrir viðskiptaaðilar á Suðurlandi njóti hagkvæms reksturs.

d. Að stuðla að þróun hagkvæmrar sorphirðu á þann hátt að flokkun og endurvinnsla aukist samfara minnkun þess sorps sem til förgunar fer.

e. Að haga starfseminni þannig að hún verði ávallt í fararbroddi og sátt við umhverfið.

Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands

Aðalmenn:
Jón Valgeirsson, formaður Hrunamannahreppi
Anton Kári Halldórsson, varaform. Rangárþingi eystra
Gísli Halldór Halldórsson, Árborg
Arna Ír Gunnarsdóttir, Árborg
Ingibjörg Kjartansdóttir, Ölfusi

Varamenn:
Einar Bjarnason, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra
Helgi Haraldsson, Árborg
Álfheiður Eymarsdóttir, Árborg
Sigurður Einar Guðjónsson, Hveragerði

Nánar um Sorpstöð Suðurlands

Fundargerðir o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?