Töðugjöld í Rangárþingi ytra fara fram aðra helgi eftir Verslunarmannahelgi.

Á föstudagskvöldinu er svokallað þorparölt þar sem sumir íbúar í einu hverfanna á Hellu bjóða heim

Á laugardeginum er ýmis skemmtun í boði og endað er síðan með kvöldvöku og flugeldasýningu.

Hverfunum er skipt upp í liti og íbúar skreyta hús sín og umhverfi í viðeigandi lit.

Litaskipting hverfa: Grænt - neðra þorp og sveitin vestan við ána. Blátt - Heiðvangur, Freyvangur, Leikskálar og hluti Dynskála. Rautt - Sandurinn vestan við Langasand ásamt Þykkvabæ. Gult - sandurinn austan við Langasand og sveitin austan við Hellu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?