Rangárþing ytra og stofnanir á þess vegum hvetja alla sína birgja að senda reikninga með rafrænum hætti. Reikningar skulu ekki sendir á pappír samhliða rafrænum reikningum.

Tekið er við reikningum á eftirfarandi kennitölur:

Rangárþing ytra kt. 5206023050
Byggðasamlagið Oddi bs. kt. 6212151750
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps kt. 4805060490
Suðurlandsvegur 1-3 hf. kt. 5105090480
Húsakynni bs. kt. 6912004690
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. kt. 6008932469
Tónlistarskóli Rangæinga kt. 6502690989
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu kt. 7103032580

Sendingarmáti reikninga

Mörg bókhaldskerfi bjóða notendum að senda reikninga beint út úr bókhaldskerfi með skeytamiðlun til móttakanda reiknings. Þjónustuaðilar fjárhagskerfa og skeytamiðlarar veita ráðgjöf um miðlun rafrænna reikninga.

Rangárþing ytra er með samning við InExchange ehf. um skeytamiðlun.

Ef sendandi reiknings nýtir sér ekki þjónustu skeytamiðlara í gegnum bókhaldskerfi sitt er boðið uppá að senda reikninga viðkomandi að kostnaðarlausu í gegnum móttökuvef Rangárþings ytra hjá InExchange ehf.

Innihald reikninga

Reikninga þarf að stíla á kennitölu viðkomandi auk þess sem kostnaðarstaður/deild skal koma fram á reikningi með skýrum hætti.

Fram skal koma á reikningi sundurliðun á vöru og/eða þjónustu, magn, eining og einingarverð ásamt öðrum lögbundnum upplýsingum á reikningi. Sé um að ræða reikning vegna samningsbundins verkefnis ber sendanda reiknings að sundurliða reikning með þeim hætti að unnt sé að aðgreina unnar vinnustundir frá efni.

Óskað er eftir að viðbótar upplýsingar, s.s. beiðnir, tíma- og verkskýrslur og önnur mikilvæg gögn séu send sem viðhengi á pdf formi með rafrænum reikningum.

Gott er að hafa í huga:

  • Við áskiljum okkur 10 daga greiðslufrest frá móttökudegi reiknings nema um annað hafi sérstaklega verið samið.
  • Allir reikningar eru sendir í rafræna uppáskrift og þurfa samþykki eins til tveggja starfsmanna áður en þeir eru greiddir.
  • Ef reikningur ber ekki með sér nægjanlegar upplýsingar til að meta hvert skuli senda hann í rafræna uppáskrift eða svo hægt sé að staðfesta réttmæti hans gilda ekki fyrirheit um greiðslufrest.

Ef einhverjar spurningar vakna þá skal senda fyrirspurn á ry@ry.is .

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?