Samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa í Rangárþingi ytra og greiðslur fyrir nefndastörf

1.gr.

Laun sveitarstjórnar:

Oddviti sveitarstjórnar............................................................................ 30% af þingfararkaupi
Aðrir sveitarstjórnarfulltrúar .................................................................. 10% af þingfararkaupi
Formaður byggðarráðs ........................................................................... 10% af þingfararkaupi
Aðrir byggðarráðsfulltrúar ....................................................................... 5% af þingfararkaupi

Varamenn í sveitarstjórn og byggðarráði fá sem nemur 3% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund. Sitji varamaður hluta fundar fær hann greitt fyrir hlutfallslega þátttöku í fundinum. Þingfararkaup er ákvarðað skv. lögum nr. 88/1995 sem síðari breytingum og tekur breytingum skv. 15. gr, IV kafla.

Verkefni oddvita eru m.a. að vera í samráði við sveitarstjóra um daglega stjórnun á starfsemi sveitarfélagsins, yfirfara gögn, veita íbúum og öðrum viðtöl, undirbúa mál fyrir sveitarstjórnarfundi, undirbúa dagskrár sveitarstjórnarfunda, stýra sveitarstjórnarfundum og hafa yfirumsjón með frágangi fundargerða/mála/erinda eftir fundi.

Verkefni formanns byggðarráðs eru m.a. að vera í samráði við oddvita og sveitarstjóra um málefni sem tekin eru fyrir í byggðarráði, veita íbúum og öðrum viðtöl um málefni sem tekin eru fyrir í byggðarráði, undirbúa dagskrár byggðarráðsfunda, stýra byggðarráðsfundum og hafa yfirumsjón með frágangi fundargerða/mála/erinda eftir fundi.

Verkefni sveitarstjórnarfulltrúa og byggðarráðsfulltrúa eru m.a. að yfirfara og kynna sér mál og gögn fyrir fundi, taka þátt í fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs og eiga viðtöl við íbúa og aðra um málefni sem tengjast sveitarstjórninni. Allir fulltrúar skulu hafa frumkvæði að bættri stjórnsýslu, telji þeir þörf á slíku, og koma ábendingum á framfæri við oddvita eða formann byggðarráðs í hvoru tilviki um sig með góðum fyrirvara.

Miðað skal við að fundir í sveitarstjórn og byggðarráði standi ekki lengur yfir en í 4 klst. Fari fundartími meira en hálfa klst. fram yfir þessi mörk komi til sérstök greiðsla sem nemur 3% af þingfararkaupi.

Föst laun sveitarstjórnarmanna skerðast ekki vegna tilfallandi forfalla á hluta eða heilum fundi, enda er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi tekið þátt í undirbúningi vegna fundarins með yfirferð gagna og samráði við aðra sveitarstjórnarmenn. Sé það fyrirsjáanlegt að sveitarstjórnarmaður muni verða frá störfum um lengri tíma falla launagreiðslur niður að hálfu frá og með þriðja mánuði og að öllu leyti frá og með fimmta mánuði.

2.gr.

Greiðslur til sveitarstjórnarfulltrúa fyrir þátttöku í fundum og öðrum atburðum sem varða hagsmuni sveitarfélagsins og/eða hagsmuni sveitarfélaga almennt:

Fyrir fund sem stendur yfir í 1 - 3 klst. ............................................... 2% af þingfararkaupi
Fyrir fund sem stendur yfir í 3 - 4 klst. .................................................... 3% af þingfararkaupi
Fyrir fund sem stendur yfir í 4 - 8 klst. .................................................... 5% af þingfararkaupi

Almennt er gert ráð fyrir að oddviti sveitarfélagsins og oddviti/ar minnihlutalista sæki fundi sem þessi regla nær yfir.

Ef oddviti sveitarfélagsins eða sveitarstjóri komast ekki á fundinn þá er heimilt að boða meirihlutafulltrúa á fundinn sem fær þá greiðslu fyrir fundinn, líkt og oddvitar listanna. Viðkomandi fulltrúar skulu skila minnispunktum um viðkomandi fundi og niðurstöðu þeirra til sveitarstjóra og sveitarstjórnar eftir eðli máls hverju sinni. Aðrir sveitarstjórnarfulltrúar geta sótt sömu fundi en fá greiðslu fyrir fundasóknina aðeins ef sveitarstjórnin hefur samþykkt þátttöku þeirra fyrirfram.

3.gr.

Aukafundir sveitarstjórnar:

Árlega skulu kjörnir fulltrúar skila að jafnaði 10-12 fundum í í sveitarstjórn . Ef kjörnir fulltrúar hafa setið fleiri fundi í sveitarstjórn þá ber að greiða fyrir hvern fund umfram það:

Oddviti sveitarstjórnar.............................................................................. 5% af þingfararkaupi
Aðrir sveitarstjórnarfulltrúar .................................................................... 3% af þingfararkaupi
Formaður byggðarráðs ............................................................................. 3% af þingfararkaupi
Aðrir byggðarráðsfulltrúar .................................................................. 2% af þingfararkaupi

Ef óskað er eftir fundi með sveitarstjórn og ekki talið fullnægjandi að sveitarstjóri og oddviti fundi með viðkomandi, þá er viðkomandi boðið að koma 30 mínútum fyrir boðaðan sveitarstjórnarfund með kynningu. Til þeirrar kynningar mæta þeir fulltrúar í sveitarstjórn sem tök hafa á og ekki er greitt sérstaklega vegna þess.

Ef viðkomandi óskar eindregið eftir að fá fund með sveitarstjórn án þess að það tengist sveitarstjórnarfundi eða komi í heimsókn, þá ber það að ákveðast af sveitarstjórn og greiða ber fulltrúum fyrir slíka fundi skv. 2. gr. Ekki eru varamenn boðaðir á slíka fund í stað aðalmanna nema brýnt sé að fullskipuð sveitarstjórn mæti.

4.gr.

Fundir, ráðstefnur, málþing og fleira:

Aðalmönnum í sveitarstjórn er heimilt að sækja árlega um greiðsluþátttöku sveitarfélagsins vegna þátttöku á fundum, ráðstefnum, málþingum eða öðrum viðburðum sem snerta viðfangsefni sveitarstjórnar. Greiðsluþátttaka sveitarfélagsins er að hámarki 10% af þingfarakaupi fyrir hvern fulltrúa og er kostnaður greiddur fulltrúum að höfðu samráði við sveitarstjóra.

5.gr.

Starfsaðstaða sveitarstjórnarfulltrúa:

Hver sveitarstjórnarfulltrúi skal fá fartölvu til afnota til móttöku og meðferðar á skjölum tengdum störfum sveitarstjórnar og sem notuð verður á fundum hennar. Tölvurnar eru með netkortum og uppsettum póstgáttum svo þær geti tengst internetinu og tekið á móti og sent tölvupóst. Tölvurnar skulu búnar helstu Office forritum. Sveitarfélagið sjái um eðlilegt viðhald og uppfærslur þessara tölva. Sveitarstjórnarfulltrúar afhenda sveitarfélaginu þessar tölvur þegar þeir láta af starfi.

Eingreiðsla fyrir hvert ár vegna símanotkunar og annarra þátta sem sveitarstjórnarfulltrúar leggja sér til við störfin:

Oddviti sveitarfélagsins.......................................................................... 20% af þingfararkaupi

Varaoddviti, formaður byggðarráðs og oddviti/ar minnihlutalista......... 15% af þingfararkaupi

Fulltrúar í sveitarstjórn og formenn nefnda............................................ 10% af þingfararkaupi

Oddvitar, fulltrúar og formenn nefnda fá einungis greidda eingreiðslu samkvæmt einum lið í

þessari grein þó viðkomandi séu e.t.v. í fleiri ein einu hlutverki, þ.e. þeim sem gengur lengst.

Þessi greiðsla er greidd í júní ár hvert, eftirá, og hlutfallslega hafi embættaskipan breyst á

árinu.

6.gr.

Greiðslur til fulltrúa í nefndum sveitarfélagsins:

Fyrir hvern nefndarfund - alm. fulltrúi..................................................... 2% af þingfarakaupi

Fyrir hvern nefndarfund - formaður nefndar............................................ 3% af þingfararkaupi

Varamenn í nefndum fá greitt 2% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.

Fyrir hvern fund sérstakra nefnda og vinnuhópa sem sveitarstjórn skipar í greiðist 2% af þingfararkaupi.

Formenn nefnda hafa heimild til þess að sækja um kostnaðarþátttöku úr sveitarsjóði, til sveitarstjórnar, vegna þátttöku nefndafulltrúa í áríðandi fundum eða þingum vegna þeirra málefna sem þær hafa á sinni málefnaskrá.

7.gr.

Fyrirkomulag aksturs og þátttaka í ferðakostnaði:

Almennt er gert ráð fyrir að nýtt sé bifreið í rekstri sveitarfélagsins til þess að ferðast á fundastaði og að ekki komi til greiðslu ferðakostnaðar til fulltrúa.

Fulltrúar sem eru boðaðir á fundi og sem þurfa að sækja fundi, samkv. samþ. sveitarstjórnar á vegum sveitarfélagsins og geta ekki nýtt sér bifreið sveitarfélagsins fá greitt vegna aksturskostnaðar eins og fastir starfsmenn sveitarfélagsins sem boðaðir eru á fundi utan og á vinnutíma og nýta eigin bifreið. Taxti er til samræmis við taxta Ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Þetta á almennt við ef fulltrúi þarf að fara um lengri veg en 5 km. frá lögheimili til að sækja fund og hefur ekki tök á að nýta sér bifreið sveitarfélagsins.

Ekki er greitt fyrir uppihald og gistingu nema slíkt sé óhjákvæmilegt vegna fyrirkomulags þess atburðar sem viðkomandi er falið að sækja og þarf þá að leita samþykkis sveitarstjórnar áður en til kostnaðar er stofnað.

Reglur þessar eru endurskoðuð útgáfa af fyrri reglum frá 20. júlí 2011 og 9. desember 2015 og voru staðfestar afsveitarstjórn Rangárþings ytra 10. ágúst 2022.

 

Hellu, 10. ágúst 2022

Sveitarstjóri

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?