Sveitarfélagið Rangárþing ytra veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6-16 ára, með lögheimili í Rangárþingi ytra, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.

 

Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (1. janúar til 31. desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyrksins er að öll börn í Rangárþingi ytra, 6-16 ára (á árinu), geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Árið 2024 er styrkurinn 54.000 krónur á hvert barn.

Öll ráðstöfun frístundastyrkja er rafræn í gegnum Sportabler.is eða beint hjá viðkomandi frístundafélagi ef það hefur skráningarsíðu í gegnum Sportabler.

Þetta kerfi sem unnið er í samstarfi við skráningarkerfi Sportabler virkar því þannig að foreldrar geta nýtt frístundastyrkinn strax við skráningu barns í viðurkennda frístund.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi aðstoðar eins og kostur er með upplýsingagjöf og hægt að senda tölvupóst á ragnar@ry.is.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?