EFLA

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3
Sími: 4126000
Netfang: efla@efla.is
Heimasíða: https://www.efla.is/
Fylgdu okkur: Instagram

Verkfræðistofan EFLA varð til með sameiningu nokkurra verkfræðistofa árið 2008. Steinsholt gekk inn í Eflu í árið 2017 en hafði þá starfað sem skipulagsstofa um nokkur ár. Flutt var inn í Miðjuna 2012, og þá á aðra hæð. Fyrirtækið flutti svo upp á þriðju hæð árið 2016.

Efla er alhliða ráðgjafar- og verkfræðistofa sem er með starfsemi mjög víða um landið. Hátt í 400 starfsmenn starfa hjá stofunni, þarf af eru um 75 með fasta starfsaðstöðu utan höfuðborgarsvæðisins. Suðurland er með aðstöðu á Hellu en meginhluti starfsfólks er með aðstöðu á Selfossi. Skipulagsmál eru umfangsmikill hluti starfseminnar og er mikið unnið með sveitarfélögum en einnig fyrirtækjum og einstaklingum. Aðalskipulag sveitarfélaga og deiliskipulag er stór hluti starfseminnar á Hellu auk þess sem unnið er að landskiptum, landslagshönnun og kortagerð ýmisskonar. Öflugt bakland á Selfossi og í Reykjavík styrkir þjónustustigið verulega og er hluti starfseminnar sem Efla getur boðið upp á hér á Hellu. Þar er hægt að leita til sérhæfðra aðila á fjölbreyttu sviði iðnaðar, bygginga, hönnunar og umhverfis.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?