Miðjan

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3
Netfang: heimir@ry.is

Verslunar- og þjónustumiðstöðin Miðjan á Hellu er sannkallaður miðpunktur í þorpinu á Hellu. Í grunninn er um að ræða þrjú hús frá mismunandi tímum sem við köllum nú einu nafni Miðjuna. Reisuleg húsin eru vel nýtt undir margvíslega starfsemi og nú er svo komið að það er í rauninni samkeppni um laus leigurými. Í heildina eru 21 fyrirtæki, stofnanir og verkefni staðsett í byggingunum og mikið líf og fjör en samtals eru það um 75 manns sem eiga sína starfsstöð í Miðjunni. Eigendur húsanna eru Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Suðurlandsvegur 1-3 hf sem er fasteignafélag í eigu sveitarfélagsins Rangárþings ytra, Verkalýðsfélags Suðurlands, Lífeyrissjóðs Rangæinga og Félags iðn- og tæknigreina. Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar endurbætur á eldri hluta húsanna og má segja að sjáist nú fyrir endann á þeim og styttist í að Miðjan sé komin í sinn besta búning.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?