Southcoast Adventure

Sími: 8673535
Fylgdu okkur: Instagram

Southcoast Adventure var stofnað árið 2009. Til að byrja með var einn jeppi til að þjónusta ferðalanga og var þá aðallega um að ræða íslenska ferðamenn.

Í dag er álagstíminn að teygjast yfir allt árið en ekki einungis á sumrin eins og var áður. Fyrirtækið á í dag um 28 bíla í öllum stærðum og gerðum, snjósleða og Buggy bíla . Boðið er upp á daglegar ferðir inn í Þórsmörk á breyttum bílum, snjósleðaferðir upp á jökul, tvær brottfarir á dag í íshelli, flutning farangurs göngufólks á milli náttstaða, gönguferðir um fjallabak og Buggy ferðir ásamt fleiri sérsniðnum ferðum svo fátt eitt sé nefnt.

Leiðsögumenn fyrirtækisins eru flestir búsettir við Hvolsvöll/ Hellu og eru því mjög staðkunnugir. Southcoast Adventure notast við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og hafa tækjabúnað til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar. Einnig taka þau að sér hin ýmis sérverkefni sé þess óskað og mælt er með að fólk sendi fyrirspurn um þær sérferðir sem um er að ræða. Southcoast Adventure hefur einnig hafið áætlunarferðir til og frá Þórsmörk daglega. Boðið er upp á þrjár brottfarir á dag. Hægt er að bóka miða inná heimasíðu fyrirtækisins. Frábær viðbót til að auka þjónustu og auðvelda ferðamönnum aðgengi að Þórsmörk, og svara eftirspurn eftir samgöngum. Um dagsferðir getur verið að ræða sem og að sækja eða skutla ferðamönnum sem eru að koma frá lengri gönguferðum sem enda í Þórsmörk eða hyggja á gönguferð sem hefst í Þórsmörk. Þetta er einnig til þess að auka öryggi ferðamanna þar sem þeir þurfa síður að aka eigin bílum yfir jökulárnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?