Stracta Hótel

Heimilisfang: Rangárflatir 4, 850 Hella
Sími: 531 8010
Fylgdu okkur:

Stracta Hótel er fjölskyldurekið hótel í eigu Hreiðars Hermannssonar sem stendur einnig vaktina sem hótelstjóri. Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á suðurlandinu en þar er að finna fjöldan allan af helstu náttúruperlum landsins. Starfsfólkið okkar í móttökuni veitir gestum með glöðu geði aðstoð við að finna áhugaverða staði til göngu- eða skoðunarferða og ef fólk er að leitast eftir annarskonar ferðum erum við í samstarfi við fjölda ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og afþreyingu. Eftir útiveruna er tilvalið að snæða góðan mat en Bistroið okkar leggur upp með að notast við hráefni úr næsta nágrenni og er það opið frá 11:30 – 22:00. Við mælum eindregið með að gestir ljúki deginum með slökun í heitu pottum og sánum sem allir gestir hafa aðgang að án endurgjalds. Bistroið á Stracta leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval rétta sem unnir eru úr ferskum afurðum í nærliggjandi sveitum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á neðri hæð hótelsins má finna litla verslun með úrval gæðavara frá íslenskum hönnuðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?