Umhverfisstofnun

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3
Sími: 591-2000
Netfang: ust@ust.is
Fylgdu okkur:

Umhverfisstofnun hefur verið með starfsstöð á Hellu frá árinu 2013. Á Hellu starfa tveir starfsmenn og tilheyra teymi þjóðgarðs og náttúruverndar suður. Megin verkefni þeirra eru umsjón og rekstur náttúruvernarsvæða ásamt stjórnsýslu náttúruverndarmála. Á hverju sumri bætast í hópinn um átta landverðir og starfa þeir á náttúruverndarsvæðum sem heyra undir starfstöðina á Hellu.

Umhverfisstofnun sinnir mörgum málaflokkum er snúa að náttúru og umhverfi. Þegar starf er auglýst hjá stofnuninni hefur umsækjandi í flestum tilvikum val um að starfa á einverri af níu starfstöðvum Umhverfisstofnunar á landinu, þar á meðal á Hellu. Starfsstöðin á Hellu hefur því tækifæri á að stækka og eflast ef eftirspurn eftir störfum í héraði er til staðar.

Öll laus störf eru auglýst á vef Umhverfisstofnunar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?