Verkalýðsfélag Suðurlands

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3
Sími: 4875000
Netfang: vs@vlfs.is
Fylgdu okkur:

Verkalýðsfélag Suðurlands var stofnað 1.desember 2001 með sameiningu þriggja stéttarfélaga. Félagssvæðið spannar frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri. Félagið er aðili að SGS og ASÍ. Aðalskrifstofa Verkalýðsfélags Suðurlands hefur verið frá stofnun þess á Hellu og er skrifstofan staðsett á 3. hæð Miðjunnar að Suðurlandsvegi 1–3 á Hellu.

Helsta hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, semja um laun og önnur starfstengd réttindi sem og að sinna almennri réttindavörslu. Félagið rekur styrktarsjóði fyrir félagsmenn sína, þeirra mikilvægastur er sjúkrasjóður en einnig má nefna orlofssjóð og endurmenntunarsjóð. Félagið veitir félagsmönnum sínum upplýsingar og lögfræðilega ráðgjöf um þau kjör, réttindi og skyldur sem samið hefur verið um í kjarasamningum.

Formaður er Guðrún Elín Pálsdóttir og varaformaður er Tryggvi Ástþórsson, auk þeirra skipa 9 félagsmenn til viðbótar stjórn og varastjórn félagsins. Í félaginu er starfandi trúnaðarráð skipað 15 félagsmönnum.

Helstu viðsemjendur félagsins í dag eru fyrst og fremst Samtök Atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjársýsla ríkisins.

Á skrifstofunni starfa 4 starfsmenn í 100% stöðu, að auki höfum við umsjónarmann fasteigna í 20% starfi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?