DJÄSS mun leika 7 tónleika núna í maí og júní og hefst þetta tónleikaferðalag í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabænum þann 5.maí. Þeir munu síðan leika víða um land á næstu vikum og enda þessa tónleikaröð á Jazz Baltica hátíðinni í Þýskalandi undir lok júní.
Á efnisskránni munu lög af seinustu plötu þeirra félaga verða nokkuð áberandi, en einnig hljóma lög af fyrri plötum sem og nýtt efni sem ekki hefur heyrst á tónleikum hjá þeim áður.
Hlöðueldhúsið hefur verið starfrækt í tæp tvö ár við miklar vinsældir, en þetta er í fyrsta skipti sem tónleikar eru haldnir í þessu skemmtilega húsnæði. Hægt er að kaupa léttar veitingar á undan tónleikum, eða frá kl.19.00 og eru þeir tónleikagestir sem ætla að nýta sér það, beðnir um að panta borð hjá Hrönn í síma 822-3584 eða senda tölvupóst á hlodueldhusid@gmail.com
Tónleikarnir hefjast kl.20.00 og er miðasala við innganginn, - verð aðgöngumiða 3.000,- posi á staðnum
Tríóið DJÄSS – www.djass.com
- KARL OLGEIRSSON píanó
- JÓN RAFNSSON bassi
- KRISTINN SNÆR AGNARSSON trommur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?