Ægifegurð af Drangshlíðarfjalli

Sunnudaginn 26. maí verður spennandi ganga á vegum FFRang. Safnast saman hjá Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10:00. Ekið að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum þar sem gangan hefst. Afar áhugaverð útsýnisleið. Gangan tekur 3-4 tíma, hækkun um 500 m. Göngustjóri verður Birna Sigurðardóttir frá Ytri-Skógum (Erfiðleikastig göngu er "tvennir skór")

Ekki skylda að skrá sig - bara mæta, en það er engu að síður hjálplegt fyrir göngustjórann að vita hvað er von á mörgum og hægt að skrá sig hér:

https://www.ffrang.is/is/ferdir/skraning-i-ferd-2024

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?