23. apr. kl. 18:00-23:00
Viðburðir
Rangárhöllin
UM SUÐURLANDSDEILDINA
Deildin er liðakeppni þar sem keppa 14 lið. Hvert lið á að skipa 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum, tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur.
Dagskrá 2024
5. mars – parafimi og slaktaumatölt T4 – þar sem 1 par úr hverju liði keppir í parafimi og síðan keppa 1 atvinnumaður og 1 áhugamaður í T4. Knapi má ekki keppa í báðum greinum.
19. mars – Fjórgangur V2 – 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn úr hverju liði.
9. apríl – Fimmgangur F2 – 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn úr hverju liði.
23. apríl – Tölt T3 og Skeið – í tölti keppa 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn úr hverju liði og í skeiði 1 atvinnumaður og 1 áhugamaður.
Hægt að kaupa heitan mat á staðnum