Tónleikar og hellaskoðun

Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju mun halda tónleika í Hlöðuhelli á Ægissíðu þriðjudagskvöldið 13. ágúst kl. 20.00. Flutt verða lög úr ýmsum áttum.             Stjórnendur: Guðjón Halldór Óskarsson og Kristín Sigfúsdóttir.                                                     Í upphafi tónleikana mun Baldur Þórhallsson frá Ægissíðu segja stuttlega frá hellunum á staðnum. Boðið verður upp á skoðunarferð um hellana að tónleikum loknum. Hlöðuhellir stendur rétt fyrir neðan þjóðveg 1 við bílaplanið á Ægissíðu.  Ekki eru sæti í hellinum en velkomið er að taka með sér stóla.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?