101. fundur 08. nóvember 2023 kl. 10:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Útskálar 6-8 Suðurbygging 2 áfangi. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 3,

2211008

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Rangárþings ytra um leyfi til að byggja um 2700 m² viðbyggingu við grunnskólann sem tekur yfir grunnskólastofur, aðstöðu grunnskóla- og leikskólakennara og starfsfólks og sameiginlega aðstöðu annarra deilda. Jafnframt er um að ræða aðstöðu undir bókasafn og tónlistarskóla. Lagðir eru fram séruppdrættir til yfirferðar en yfirferð aðaluppdrátta er lokið.
Séruppdrættir yfirfarnir og samþykktir. Hitalagnir, Loftræstilagnir, vatnslagnir, vatnsúðakerfi, fráveita og neysluvatnslagnir teknir til skoðunar og yfirferðar.

Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Staðfesting frá Vatnsveitu vegna vatnsúðakerfis.
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Dynskálar 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2310023

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Gilsár ehf um leyfi til að byggja við núverandi hótelálmu til austurs skv. uppdráttum frá Jóni Guðmundssyni arkitekt, dags. 3.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Hróarslækur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2310079

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Strýtu ehf um leyfi til að byggja alls 6 stk 34,6 m² gestahús úr timbri á forsteyptum undirstöðum á lóðinni Hróarslæk 2, skv. aðaluppdráttum frá Svani Þór Brandssyni, SG-húsum dags. 16.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn eldvarnareftirlits sveitarfélagsins. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Hróarslækur 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2310078

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Sturlu Norðdahl um leyfi til að byggja 174,5 m² íbúðarhús ásamt 46,0 m² áföstum bílskúr úr timbri á steyptum sökkli á lóðinni Hróarslæk 3, skv. aðaluppdráttum frá Guðmundi G. Guðnasyni SG-húsum dags. 12.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Háfshjáleiga 6 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2310081

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Þórarins Vignis Ólafssonar um leyfi til að flytja að og staðsetja 43,0 m² sumarhús á lóðinni Háfshjáleiga 6, skv. aðaluppdráttum frá Helga Kjartanssyni, dags. 9.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

6.Svínhagi L7 A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2310082

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Huldu Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd Mirror House Iceland ehf um leyfi til að byggja alls 7 frístundahús á lóðinni Svínhagi L7A, skv. aðaluppdráttum frá Huldu Jónsdóttur arkitekt frá Hjark arkitektum dags. 18.10.2023. Húsin verða í þremur mismunandi stærðum ásamt þjónustuhúsi og baðhúsi. Sauna verður við hvert frístundahús og við baðhús ásamt heitum potti. Húsin eru í grunninn úr stálburðarvirki.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að ákvæði kafla 9 í byggingareglugerð um göngulengd flóttaleiða verði uppfyllt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Gaddstaðir lóð 48 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2311021

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Eydísar Hrannar Tómasdóttur um leyfi til að byggja 34,1 m² gestahús úr timbri skv. uppdráttum frá Sigurði Unnari Sigurðssyni dags. 1.11.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Hofstígur 26 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2311019

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Hallgerðar ehf um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð sinni, Hofstíg 26, ásamt tveimur gestahúsum skv. uppdráttum frá Proark ehf dags. 6.11.2023. Öll húsin eru jafnstór, 53,4 m².
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Bakkakot 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2310022

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt ásamt breytingum á innra skipulagi skv. uppdráttum frá Jóni Davíð Ásgeirssyni JODA arkitektum dags. 21.9.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfishjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?