102. fundur 29. nóvember 2023 kl. 10:30 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Vesturhlíð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2108022

Tillaga að breytingum á áður útgefnu byggingarleyfi 6.9.2021 lögð fram. Gerðar eru breytingar á þjónustuhúsnæði þar sem mænishæð hækkar og millilofti fyrir starfsfólk bætt við. Heildarstærð er 117,2 m² auk 10,0 m² utanáliggjandi inntaksrýmis. Bætt er við 13,5 m² saunaklefa, 18,2 m² baðaðstöðu fyrir tjaldgesti og 38,2 m² matartjaldi skv. teikningum frá Emil Þór Guðmundssyni tæknifræðingi.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Breyting á byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist fyrir öll húsin.
-Byggingarstjóri hefur staðfest áframhaldandi ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Hraunvegur 27 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2309030

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að flytja að og standsetja 20,4 m² sumarhús úr stálburðarvirki skv. uppdráttum frá Huldu Jónsdóttur hjá HJark dags. 27.4.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Stelpuhof - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2309034

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja 85,4 m² vélageymslu úr timbri skv. uppdráttum frá THG arkitektum dags. 8.8.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Höfuðból 111 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2309054

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 til að byggja íbúðarhús úr timbri á steyptum undirstöðum skv. uppdráttum frá RISS dags. 14.9.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Framheiði 6. Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2309071

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja bílgeymslu við íbúðarhús sitt. Bílgeymslan yrði 23,9 m² skv. uppdráttum frá Hannesi Árnasyni dags. 23.8.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

6.Múlaland F8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2311038

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja 55,9 m² aukahús við sumarhús sitt skv. uppdráttum frá T.ark, dags. 13.11.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

Athugasemdir við uppdrætti:
Vantar að sýna reykskynjara í nýbyggingu
Vantar að sýna gólfniðurföll í votrými nýbyggingu
Vantar að sýna slökkvitæki
Vantar að sýna loftræstingu úr lokuðum rýmum.

-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Grenjar 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2311042

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um Byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja 305,5 m² hesthús / reiðhöll skv. uppdráttum frá BK-hönnun ehf, dags. 15.11.2022
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

Eftirfarandi athugasemdir voru gerðar:
Lengd flóttaleiða stenst ekki kröfur. Vantar flóttaleið úr öðrum endanum.
Vantar leiðar- og neyðarlýsingu.

-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

8.Kjarralda 3. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 ,

2311045

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 til að byggja 5 íbúða raðhús á lóð sinni, Kjarröldu 3 á Hellu skv. uppdráttum frá Maríu Guðmundsdóttur, frá Tensio, dags. 21.11.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

Eftirfarandi athugasemdir voru gerðar:
Þar sem gluggar eru gólfsíðir skal vera viðurkennt öryggisgler og skal það merkt á uppdrætti
Skýra þarf betur snið í brunavegg á teikningu KJA3-A-1.002

-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

9.Landmannalaugar - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2311056

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn um byggingarheimild í umfangsflokki 1 til að byggja pall með aðstöðu fyrir baðgesti við laugina í Landmannalaugum. Á pallinum verða bekkir með yfirbyggðum skýlum. Gögn eru frá Landmótun, dags. 22.11.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?