103. fundur 13. desember 2023 kl. 10:00 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Gaddstaðir 16. Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 ,

2312038

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Ingibjargar Erlingsdóttur um leyfi til að flytja að og standsetja gestahús skv. uppdráttum frá Önnu Björg Sigurðardóttur dags. xxxx
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
Skila þarf inn aðaluppdráttum ásamt skráningartöflu.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur skilað inn og undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

2.Hofstígur 21 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2312039

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Lauru Diehl um leyfi til að flytja að og standsetja um 36,0 m² gestahús á lóðina Hofstígur 21 skv. uppdráttum frá Balsa ehf, dags. 12.11.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
Vantar að skilgreina flóttaleiðir.
Vantar að skilgreina öryggisgler í gólfsíðum gluggum.
Byggingarstjóri á eftir að staðfesta sig á verkið.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Kriki 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,

2312040

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Reyður Investments ehf um leyfi til að flytja að og standsetja 91,7 m² sumarhús skv. uppdráttum frá ArkForm dags. 20.2.2020
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
Óljóst er hvort sótt er um íbúðarhús eða sumarhús.
Einungis er heimilt að byggja allt að 60 m² gestahús / sumarhús.
Skila þarf inn réttum aðaluppdráttum.
Skilgreina þarf og sýna svefnloft og flóttaleiðir frá því.
Skila þarf inn skráningartöflu á excel-formi.
Byggingarstjóri á eftir að staðfesta sig á verkið
Afgreiðslu er frestað þar til brugðist hefur verið við athugasemdum.

4.Hagi Breiðavík lóð 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2312045

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Michaela Pribil um leyfi til að byggja 23,2 m² gestahús við hlið sumarhússins skv. uppdráttum frá Hildi Bjarnadóttur arkitekt dags. 2.10.2023.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1.
Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar við aðaluppdrætti:
Vantar að sýna slökkvitæki.
Vantar að skilgreina öryggisgler í gólfsíðum gluggum.
Skila þarf inn skráningartöflu á excel-formi.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?