7. fundur 17. maí 2016 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Í upphafi fundar fór Markaðs- og kynningarfulltrúi yfir þau verkefni sem eru í gangi og tengjast nefndinni.

1.Stefnumörkun um ferðamannastaði í Rangárþingi ytra

1605022

Vinna þarf samantekt á fyrirliggjandi upplýsingum um ferðamannastaði innan sveitarfélagsins og áætlanir um uppbyggingu þeirra. Vegna langtímaáætlunar stjórnvalda á þessu sviði.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að þessari samantekt og leita til viðeigandi aðila vegna hennar.

2.17. júní

1605029

Í Rangárþingi ytra hafa verið haldnar 4 hátíðir á þessum degi undanfarin ár. Hátíðin á Hellu var á síðasta ári skipulögð af sveitarfélaginu. Ræða þarf aðkomu sveitarfélagsins að viðburðum á þessum degi og framtíðarfyrirkomulag 17. júní á Hellu.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kanna áhuga og leita til félagasamtaka á Hellu til þess að koma að viðburðinum og halda utanum undirbúning vegna hans.

3.Töðugjöld

1605030

Töðugjöld er bæjarhátíð Hellu og mikilvægt að hún sé sem glæsilegust. Ræða þarf framtíðarfyrirkomulag og aðkomu markaðs- og kynningarfulltrúa að Töðugjöldum.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að ræða við þau hverfi sem komu að Töðugjöldum síðasta árs og í framhaldi þau hverfi sem koma að Töðugjöldum þetta árið. Æskilegt er talið að markaðs- og kynningarfulltrúi aðstoði við undirbúning vegna Töðugjalda.

4.Opinn dagur að Hellum

1604047

Ósk um styrk vegna menningarviðburðar.
Viðburðurinn var opinn öllum og kostaði ekkert að taka þátt. Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að þetta frábæra menningarframtak verði styrkt um 25.000 kr.

5.Helluþorp 90 ára

1604018

Málinu var vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar frá sveitarstjórn.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að markaðs- og kynningarfulltrúi í samráði við nefndina haldi utanum undirbúning fyrir afmælið. Mikilvægt er að sveitarstjórn hafi þennan viðburð í huga við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2016

1602066

Umsókn frá Rangárþingi ytra og Oddafélaginu til merkinga við Odda á Rangárvöllum.
Lagt fram til kynningar.

7.Samráð við ferðaþjónustuaðila

1601014

Fundargerð frá samráðsfundi ferðaþjónustunnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?